Dagurinn og vegurinn:)

Skringlilegt veður hér á klakanum okkar núna, þvílíkar sviptingar fram og tilbaka alltaf jahérna;) 

Er að dunda mér við að prófa uppskrift frá Jóa Fel af vatnsdeigsbollum og sýnist mér ætla að takast þetta enda alger umbauppskrift sýnist mér, mér hefur bara aldrei gengið að baka almennilegar bollur. Hugsa að unglingurinn minn verði gríðarlega glaður þegar hún dettur heim af æfingu. Katla mín er farin til pabba síns og ætlar að fara með honum í sumarbústað á Blönduósi um helgina ásamt ömmu sinni og afa verður svo gaman hjá þeim ef ég þekki þau rétt:)

Ætlaði að baka líka hrökkbrauð en ég held svei mér ég nenni því bara ekki í kvöld en geri það bara á morgun í staðinn;)

Fór í ristilspeglun í dag eftir viðbjóðslegan undirbúning en það kom svo sem ekki mikið út úr speglun nema að ég er með ristilpoka og get komið í veg fyrir nokkur vandamál út frá því með því að vera vakandi í matarræði. En eitthvað sást í sneiðmynd af móðurlífi því ég á að fara í Segulómun sagði Nick mér en Ragnheiður hefur samband á næstu dögum og svo í framhaldi af því þarf ég líklega í kviðarholsspeglun og Amen bara, vona að þetta sé bara eitthvað sem hægt sé að laga...

Hef ekki haft mikla matarlyst í dag þrátt fyrir að hafa ekkert borðað en ef ég þekki mig rétt þá breytist þá nú fljótt haha, langar svo að geta farið að hreyfa mig að ég er að klikkast, get það bara ekki þar sem ég fæ einhvern verk innan um mig um leið og ég fer að hlaupa en ég ætla nú samt að fara að hreyfa mig og labba bara rólega, annars klikkar skrokkurinn á mér:)

Annars er lífið nokkuð gott miðað við að það er allt að fara til helvítis í þjóðfélaginu en það er reyndar ekki alveg nýtt. Vona að allir fari og nýti sér sinn kosningarrétt varðandi Icesave það ætla ég sko að gera ekki spurning.

YFIRliði kveður 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja, mig vantar eittthvað að lesa :) Annars er ég bara að kvitta fyrir innlitið hér :) Hilsen Hilla

Hildur (IP-tala skráð) 14.3.2011 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband