Ýmislegt.....

Lífið komið aftur í rútínu eftir frí, hrikalega gott þegar það gerist. Katla komin í leikskólann sæl og glöð, ég í vinnuna en Brynja er enn í fríi frá skólanum byrjar held ég 13 sept.

Brynja var að fá vinnu með skóla hjá Capacent og er ég ekkert smá stolt af því hvað hún bjargar sér þessi stelpa, hún ræður hvað hún vinnur mikið þar sem hún raðar sér sjálf á vaktir. Ágætis kaup sem þýðir að hún getur rekið bílinn sinn og keypt sér föt og gert það sem hún vill í rauninni. Best þessi stelpa.

Fórum suður um þarsíðustu helgi ég, hún og Telma vinkonan hennar. Fengum lánaða íbúð hjá Rögnu (ömmu hennar) og Magga (afa hennar) á frábærum stað í bænum og frábær íbúð. Fórum x 3 út að borða á KFC, Saffran (sem ég á ekki nógu sterkt lýsingarorð yfir) og Ítalíu ;) Síðan var kringlan skönnuð á laugardeginum og þær fóru á laugarveginn en gamla konan ég vr þá orðin fótalaus. Keyptum allar mikið af fötum og dóti, ég keypti tvennar buxur á Kötlu og boli á hana og sólirnar. Barnaföt kosta svo fáránlega lítið í Rvík miðað við hér fyrir norðan að það borgar sig að keyra suður og versla búin að sjá það. Og ekki bara barnaföt heldur bara föt almennt eru miklu ódýrari fyrir sunnan. Fáránlegt....

Missti mig algjörlega í búð sem heitir Six og keypti mér helling af eyrnalokkum úr læknastáli þar sem ég þoli fátt annað í eyrun, en ekkert síðra en annað.  Allavega var þessi ferð bara fín og eyddum við heilum 8000 kr í bensín fram og tilbaka og alla keyrsluna í borginni. Var búin að vera pinu stressuð yfir að keyra þar en svo vorum við með gps í símunum svo það varð ekkert mál og Brynja þrusaði einnig um allt. Getum allt sem við viljum. Stefnum á jólagjafaferð í borgina í nóv/des erum orðnar svo klárar:)

Ég er að fara til Vals Þórs Marteins þvagfæra þar sem allt útlit er fyrir að nýrað mitt sem var hengt upp 97 sé orðið laust enda svo sem átti þessi upphenging bara að duga í 10-15 ár og komin 13 ár þannig að....En ég er endalaust með einkenni um sýkingar sem engar eru svo sem er eitt einkennið auk þyngdartaps sem ég ræð svo sem ekki við heldur. En þegar ég lenti í þessu síðast varð ég 53 kg og ég vil ekki lenda þar aftur. En ég á að hitta hann 20 sept og þá ætlar hann að skoða þetta betur, vorum bara búin að ræða saman í síma. Vona allavega að hann geti losað mig við þessi einkenni hvað sem hann gerir. Alltaf eitthvað að mér;( 

Átti að gera við þakið hjá okkur hér um miðjan ágúst en ekkert orðið út því vegna mikilla rigninga og eiginlega er ég bara fegin því ég þarf að punga út 352 þús fyrir viðgerðinni sem ég á bara ekki í augnablikinnu þannig að ég vona að því verði frestað til næsta sumars, efast um að ég eigi samt fyrir því þá en vonandi meiri líkur.

Best að hætta þessu og fara að troða okkur í einhver föt en við hyggjumst renna til Húsavíkur kannski og Brynja ætlar að hafa svona sleepover með fótboltanum í kvöld ;)

Yfirliði kveður þokkalegur baraKissing 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband