Börnin mín og ég

Hef aldrei haft ástæðu til annars en að vera stolt mamma þar sem ég á svo frábærar tvær stelpur. Núna styttist í að stóra stelpan mín hún Brynja verði sjálfráða rétt um mánuður í það. Skrýtið hvað tíminn líður hratt, finnst svo stutt síðan að ég gekk með hana og fæddi en greinilega og sem betur fer líður tíminn. Samt líður hann heldur hratt að mínu áliti. Ég hef líka verið ótrúlega heppin með barnsfeður mína og samskipti mín við þá og það er ekki sjálfsagt skal ég segja ykkur. Katlan mín er bara 4ra ára en talar stundum eins og hún sé fullorðin, kæmi ekki á óvart þó svo að í henni leyndist gömul sál.  Allavega fyrir þessar tvær stelpur er ég þakklát og að hafa komist svona langt í uppeldinu þeirra. Eldri er að verða á grænni grein og það verður sú stutta líka þegar þar að kemur.

Brynjan mín er að fara til þýskalands með meistaraflokki Þór/KA að keppa við þýskt lið í evrópudeildinni, ég er svo stolt og glöð fyrir hennar hönd því ef einhver hefur sýnt metnað þá er það hún, mætir alltaf á æfingu þó sé meidd bara til að horfa á eða hita létt upp það er meira en margur myndi gera. Æi er bara svo endalaust stolt af þessum stelpum mínum og hef allan rétt til þess.

Mínar læknisheimsóknir undanfarið komu vel út, skoðanir komu út eins og best var á kosið svo ég þarf ekkert að hafa áhyggjur af því sem betur fer. Vona að ég þurfi ekki meira til lækna á þessu ári.

Setti mér heilsufarsmarkmið í maí, hætta að borða nammi, borða hollara, léttast ögn, koma hreyfingu inn í daglegt amstur og fl sem ég ætla ekki að telja upp hér. Hef ekki snert nammi í 13 vikur og langar ekki í, borða hollt en leyfi mér annað ef ég kemst í þannig aðstæður, lést um 7 kg, hreyfi mig 3-5 x í viku og hef gert síðan í júní. Hef grætt helling á þessu öllu, líður betur líkamlega, andlega og bara orkubomba frá hell, hef endalausa orku núna og þarf einnig mun minni svefn en ég þurfti. Bara gott.

Var spurð um karlamálin í vikunni, þau voru og eru svipuð bara er einstök og líður ágætlega. Sá á hvíta hestinum ef hann er til kemur þegar hann er tilbúinn líklega ef sá maður er þá til sem getur þolað mig lengur en nokkrar vikur;) Er ekki að leita því búin að reyna þá leið að leita og það er ekki endilega það rétta, best ef hann poppar upp bara þegar síst skyldi, kannski þegar ég er fimmtug eða sjötug það kemur í ljós mér liggur ekkert lífið á.

Best að hætta þessu og fara að drífa sig í vinnuna, stelpurnar báðar í fríi og ætla að dunda sér saman til hádegis en þá er ég búin, fékk mér frí eftir hádegi.

Eigið góðan dag allir saman og verið góð við hvert annað.

Við leitum hamingjunnar um allt en aldrei innra með okkur því þar er dimmt.......nokkuð góð setning.

Yfirliði kveður þenkjandi í dag... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband