Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Það er gott að búa á Akureyri !!!!

Ég er einstök móðir með tvær yndislegar dætur. Önnur titlast reyndar nýlega vera komin á sjálfræðisaldurinn en sú yngri er á síðasta ári í leikskóla.

Ég eins og margir er búin að standa í stappi við fjármálin undanfarin ár eða svona svo til síðan hið svokallaða hrun varð.

Ég er sjúkraliði að mennt og vinn í þeim geira hjá Akureyrarbæ í 90% vinnu. Ég fór í greiðsluskjól hjá UMS árið 2010 og var að koma í ljós að ég hef ekki efni á því að halda íbúðinni minni þrátt fyrir eins og lögfræðingurinn minn orðaði það “skulda fáránlega lítið” og samt að missa íbúðina mina, fer á sölu í þessari viku og ef hún selst þá er ég líklega á götunni því ég er á biðlista hjá bænum eftir íbúð og það er margra mánaða ef ekki ára bið eftir íbúð. Samtals á mánuði hef ég úr að spila 235 þúsund krónur og inni í þeirri tölu er meðlag og barnabætur. Það á að duga til að borga; leikskóla, síma, hússjóð,hita og rafmagn, fasteignagjöld, tryggingar, bensín á bílinn, mat, föt og aðra þjónustu sem til fellur eins og lækniskostnað. Er samt ekki að borga af neinum lánum í augnablikinu. Barnabætur voru skertar þar sem ég er svo tekjuhá og það er bara allt í þessum dúr.

Hef náð að láta þetta rúlla með einhverjum yfirnáttúrulegum hætti en lenti svo í því fyrir nokkrum mánuðum að bíllinn minn bilaði og mikill lækniskostnaður kom til hjá mér, þetta varð til þess að ég gat ekki borgað nema lítinn hluta reikninga þann mánuðinn. Síðan bara vatt þetta upp á sig og ég missti taktinn. Búin að vera að semja við Motus um að dreifa og vel gengið nema í dag fékk ég bréf frá Akureyrarbæ um að barninu mínu væri sagt upp leikskólavist vegna 4ra vangoldinni reikninga að upphæð 80 þús frá og með 1. Des . Auðvitað reyni ég að borga þetta, veit ekki hvernig en það sem mér svíður sárast er að þetta lendir á barninu mínu. Ég var búin að leita eftir aðstoð til fjölskyldudeildar um s.s. aðstoð við að greiða leikskóla fyrir mig á meðan ég myndi reyna að greiða niður skuldina en mér var hafnað án rökstuðnings en bent á að ég gæti pantað símatíma til að fá að vita það. Á sama tímapunkti og mér er hafnað um aðstoð þá koma frettir um að verið sé að hækka laun nefndarmanna hjá Akureyrarbæ um 10% minnir mig. Mér verður óglatt.

Fjárhagsáhyggjur eru ekki góðar áhyggjur, að vita ekki hvort maður verði á götunni einn veðurdag, eða hvort maður eigi mat lengur en fram í miðjan mánuð, hvort maður haldi geðheilsunni þar sem maður nær ekki að sofa fyrir áhyggjum…

Hvar eru úrræðin fyrir okkur, hvað er velferðarráðuneytið að pæla, á endalaust að aðstoða ríka manninn en brjóta niður þann litla….

Ef einhver hefur svör og veit hvert ég get leitað eftir aðstoð í guðanna bænum látið mig vita því ég er ekki að höndla fleiri veggi til að rekast á …


Almættið hvað er það!!!

Stundum verð ég svo reið út í almættið að það er sorglegt. Manni er sagt að trúa á guð almáttugan, afhverju er hann sagður almáttugur ef maður biður og biður og ekkert gerist....Þegar mamma dó missti ég allt álit á honum þarna uppi, ég gekk auðvitað í gegnum mín sorgarferli og eitt af þeim er reiðin sem ég lét bitna á þeim almáttuga. Síðan hefur það tekið mig tíma að taka hann í sátt og hætta að kenna honum um að hún dó. Undanfarnar vikur er ég búin að biðja til hans heitt og innilega og dæturnar mínar líka fyrir vissri manneskju en hvað...afhverju er hann sagður almáttugur ef hann er ekki einu sinni "bara" máttugur. Ég er að missa álitið á honum aftur því miður en læt að sjálfsögðu litlu stelpuna mína ekki heyra það, sú stóra myndar sér sjálf skoðun.

Held að ég treysti og trúi bara á sjálfan mig, get allavega þá ekki kennt neinum um ef illa gengur nema sjálfri mér, nú eða þakkað neinum nema sjálfri mér ef vel gengur. Bara smá pæling á þessu.

Katla mín er í Svíþjóð með pabba sínum og fjölskyldu við útskrift Rakelar stóru systur sinnar sem er að útskrifast sem múrari og stúdent. Fór með ömmu sinni og afa á mánudag og fleirum úr fjölsk út en ætlaði að hitta pabba sinni þar;)

Brynjan mín stendur sig alltaf eins og hetja þrátt fyrir erfiðar kringumstæður á köflum búin að brillera á prófum með 10-9-9-8-8-8-8-6 og á eftir að fá út úr 2 prófum. Ótrúlega kröftug stelpa sem við eigum foreldarnir, ömmur og afar.

Ég sjálf er í sumarfríi og búin að hafa það mjög gott þrátt fyrir að maður fari nú ekki mikið, allt svo drulludýrt en það er engu að síður alltaf gott að vera í fríi væri reyndar bónus að vinna í lottó en það gerist held ég ekki á næstunni. Maður hefur varla efni á að fara í sund, segi svona er að verða pínu þreytt á þessum barningi en hann tekur vonandi enda;) Fór á Illugastaði í gær með konu sem ég vinn með í heimahjúkrun, og þrifum 4 bústaði gaman að því, mikið hlegið og haft gaman, enduðum svo kvöldið á grillveislu hjá þeim góðu hjónum sem reka þetta. ;)

Katlan mín kemur heim á sunnudagskvöldið og mikið óskaplega verður ljúft að sjá hana bara gott. Brynjan mín byrjar að vinna á mánudag og þá er sumarrútínan komin á fullt. Ætlum mæðgur að reyna að fara suður eina helgi í ágúst eins og í fyrra og bjóða Telmu með, fara með Kötlu í húsdýragarðinn og fl, vonandi gengur það upp og skattmann láti mig hafa nokkrar krónur tilbaka hehe treysti á hann;)

Best að hætta þessu bulli og fara að hreyfa á sér rassinn

Knús á alla

Yfirliði kveður


Stöðugt eða aldrei

Já ýmist í ökla eða eyra þessi blogg hjá mér. Bara var búin að steingleyma þessum annars frábæra tuðmiðli en skal þeim mun meira bæta á hann á næstunni. Alltaf gaman að rugla eitthvað;) Síðan siðast er ég búin að sækja um í tveimur skólum, sækja um tvær vinnur með hinni vinnunni og jafnvel að íhuga hvort hagstæðara sé að búa annarsstaðar á landinu eina sem stoppar mig er Katla mín. Brynjan mín er orðin svo stór að hún myndi pluma sig hér í íbúðinni en samt langar mig ekkert að fara héðan bara svo langt frá því. Enda hugsa ég að ég geri það ekkert dembi mér bara í skóla og fullt fullt af vinnu svona til að ná endum saman og geta látið drauma rætast. Alltsvo ef ég fæ meiri vinnu ekki endilega hlaupið í það;)

Katlan mín ætlaði að fara með pabba sínum og familiu suður upp á morguninn í skírnarveislu og aftur heim í kvöld en sagðist svo ekki nenna að sitja í bíl sem ég skil vel. Sagðist bara sjá litlu frænku þegar þær færu saman til Svíþjóðar í júní;) Þannig að morguninn er búinn að fara í kósýkúr, spil og lita og dass af spjalli. Er komin á þann aldur að það er mikið spurt og mikið pælt sem er yndislegt en skal viðurkenna að stundum kemst ég i þrot með svör en geri mitt besta engu að síður.

Brynjan mín sefur ennþá en er að fara á æfingu í hádeginu og þá förum við minni mæðgur eitthvað út að skoða snjóinn sem kom í nótt;) Skrýtið að hugsa til þess að Brynja eigi bara eftir eitt ár í menntó finnst svo óskaplega stutt síðan að hún var busarass í MA en tíminn líður og maður eldist þó svo að mer finnist ég yngjast með hverju árinu inni í mér allavega þó´svo að maður sjái hrukkurnar birtast en eins og mamma mín sagði "hrukkur eru merki um reynslu" sem er svo hárrétt..enda var hún reynslubolti með mikið af fallegum hrukkum sem hún reyndar þoldi ekki sjálf;)

Lífið er ljúft og við eigum að njóta þess á meðan við getum, því við vitum aldrei hvað morgundagurinn ber í skauti sér svo einfallt er það nú.

Best að fara ekki alveg offari í blaðrinu og læt þetta gott heita í bili

Yfirliði kveður yngri og yngri með hverjum deginum ;)


Þessi fallegi dagur

Hef gaman af því að tala eins og margir vita og þegar kl er 05.15 og maður hefur engan að tala við þá er náttúrulega nauðsynlegt að hafa svona síðu til að geta skrifað á, maður fær smá útrás fyrir röflþörfina;) Fallegt veður úti núna 2 stiga frost og algjörlega kyrrt veður, heyrist ekki neitt nema einn og einn fugl að syngja bara dásamlegt. Vona að enginn hafi séð klikkuðu kellinguna í Smárahlíð 7 standandi úti á gangstétt og teyga að sér vorið í loftinu, eflaust einhver haldið að nú væri hún klárlega orðin dagdrykkjumanneskja og langt frá því að vera heil á geðsmunum bwahahaha enda hver heldur því fram að hún sé það:)

Rembist þessa dagana við að hafa kontrol á lífinu sem gengur alveg bærilega, svona miðað við aldur og fyrri störf. Lífið er töff og maður verður bara að tækla það. Held ég sé frekar sterk manneskja þegar kemur að svoleiðis, kannski stundum of sterk og það kemur kannski í bakið á manni seinna, ég brotna ekki, kannski bogna smá. 

Langar að fara í skóla og læra meira en langar að læra svo margt og mikið að ég veit ekki hvar skal byrja, enda kostar líka pening að fara í skóla og ég er ekki alveg með þá í búntum en það kemur að því einn daginn, ég veit það;) Langar í sálfræði, einkaþjálfaranám og naglanám svona það sem mér dettur í hug í augnablikinu hehe;)

Litla barnið vaknað mér til samlætis eins gott að það er að koma helgarfrí svo maður geti kannski sofið eitthvað. Koma tímar sem ég sef litið, yfirleitt í kringum stresstímabil hjá mér, eitt svoleiðis í gangi núna þannig að þetta er allt eðlilegt bara.

Best að hundskast í föt og fara að huga að því að drullast í vinnuna

Yfirliði kveður spenntur ;) 


Árið 2012

Komið 2012 og mars þar að auki og fyrsta bloggið mitt á árinu, það er nottlega ekki í lagi;) Ekki að það hafi mikið gerst af því sem liðið er af árinu. 

Katla mín fór í upphafi árs í háls- og nefkirtlatöku sem gekk algjörlega eins og það átti að gera, hún var ótrúlega dugleg og sterk í þessu eins og þetta er óþægileg aðgerð. Vorum heima í 2 vikur og síðan tók venjulega lífið bara við. Eftir aðgerðina hefur hún sofið betur og borðar líka betur, því hún var komin með kæfisvefn og átti erfitt með að borða allan mat vegna stærðar kirtlanna. Hefur heldur ekki fengið kvef síðan hún losnaði við þetta sem er frábært. Hún er ótrúlega skýr stelpa og þarf að fá útskýringar á öllu sem hún sér og heyrir, búin að læra stafrófið og hljóð stafanna og næst á dagskrá hjá okkur mæðgum er að læra að tengja hljóðin saman;) Brynja er búin að kenna henni að spila ólsen ólesen, veiðimann og fleiri spil og finnst henni það mjög gaman að spila;)

Brynjan mín stóð sig eins og hetja í prófunum þrátt fyrir að lenda í veikindum rétt fyrir þau en náði öllum með glans. Hún er enn á kafi í boltanum, reyndar búin að vera í æfingafrii núna vegna veikinda í smá tíma en fer að fara af stað aftur. Dugnaðarforkur;) Fer í útskriftarferð til Benidorm í haust og er kominn spenningur fyrir því;)

Ég sjálf er nokkuð góð, var að koma enn einu sinni úr æðahnútaaðgerð sem gekk nokkuð vel bara en þarf að fara aftur í maí þar sem ekki náðist að gera við alveg allt núna, en þá verður bara sprautað í restina þannig að það er minna mál. Verð í fríi núna til 26 mars og fer svo aftur s..s í maí. Fór líka að láta hreinsa af mér fæðingabletti úr andliti sem gekk alveg skafið líka enda svo sem ekki stórmál. En gott að ljúka því af. Fer í sumarfrí 27 maí finnst það pínu snemmt en svona er þetta bara, næ að vera helminginn af leikskólafríinu með Kötlu og eins og venjulega verður hún seinnihlutann hjá pabba sínum. Síðan er hún að fara til Svíþjóðar 6 júní þar sem Rakel Ýr er að útskrifast sem stúdent og kemur aftur heim 10 júní. Fer með ömmu sinni og afa og frænkum þar sem pabbi hennar verður farinn út.

Veit ekki hvað maður gerir í fríinu þar sem bensínið hækkar upp úr öllu og maður hreinlega hefur ekki efni á því að fara nokkuð en það er hægt að gera margt skemmtilegt hér á Akureyri samt sem áður eins og í fyrra bara;) En maður er að verða pínu þreyttur á ástandi þjóðarinnar, kem ekki til með að halda íbúðinni minni með þessu áframhaldi, maður er búinn að berjast í 4 ár en nú er að verða komið að því að maður hefur ekki svigrúm til að berjast meira því miður. En það reddast einhvern veginn.

Ef ég væri kjörkuð myndi ég ekki hika við að fara af landinu, en ég hef ekki þann kjark og þor sem þarf, og svo líka snýst þetta svolítið mikið um Kötlu að hún fái að alast upp í sínu landi. En spurning um að fara á einhvern minni stað en Akureyri þar sem bæði er hér láglaunasvæði og mjög dýrt að leigja t.d. ef allt fer á versta veg. Lánið sem ég tók yfir þegar ég keypti íbúðina 2009 er búið að hækka um tæpar 4 milljónir sem er nottlega langt frá því að vera eðlilegt. Bensínlíterinn kominn í 265 krónur minnir mig miðað við síðustu hækkun og matarkarfan hækkar og hækkar. Svo eru tveir hópar endalaust skertir en það eru örykjar og einstæðir foreldrar. Hvernig er hægt að ætlast til að ein manneskja með 2 börn borgi jafn mikið og tvær fyrirvinnur með 2 börn, þetta er fáránlegt system hér, í Bretlandi og Noregi og eflaust á fleiri stöðum er þetta öðruvísi....en það sem merkilegra er að það heyrist ekki í neinum það er eins og öllum finnist þetta bara í lagi.

Fór í æðahnútaaðgerð t.d. 2009 og svo aftur núna og aðgerðin hefur hækkað um 20 þús á þessum tíma og búið að skerða endurgreiðsluna þannig að bara þetta er rugl.

Best að hætta þessu neikvæðnishjali, sumum gengur vel þrátt fyrir kreppu en sumir eru líka á vonarvöl því miður.

Ætla að fara og leggjast með tær upp í loft og íhuga lífið

Eigið góða daga þið sem lesið

Yfirliði kveður..... 


aðventan er tíminn

Var búin að gleyma þessari bullsíðu minni, sem betur fer kannski fyrir fólk;)

Jólin á næsta leyti og ég held svei mér þá að ég hafi aldrei verið svona tímalega með allt, búin með allar jólagjafir, eina sem er eftir er að klára jólakortin en það er í vinnslu svo það kemur;)

Fór með pabba gamla í gær eða við Katla og keyptum með honum allar jólagjafir, pökkuðum inn og skrifuðum á jólakortin fyrir hann.

Fékk gefins rjúpur frá vini vinar á gömlu Hú, alltaf gott að eiga góða vini sem redda manni með jólasteikina en eins og venjulega verð ég með hamborgarahrygg líka þar sem stelpurnar borða ekki rjúpur. Pabbi, Hildur og dætur verða hjá okkur á aðfangadagskvöld og svo erum við hjá pabba í hangikjeti á jóladag eins og alltaf síðan hann flutti hingað;) Gaman að því, Brynja mín ætlar svo að skella sér á Krókinn á milli hátíða en vera hér held ég á áramótunum, en Katla verður hjá pabba sínum á áramótunum. Ég er sem betur fer algjörlega í fríi um hátíðirnar í fyrsta skipti í MJÖG mörg ár, enda vann ég í fyrra bæði aðfangadagskvöld og jóladagsmorgun og hugsa að ég geri það líka næsta ár þar sem ég verð ein þá;)

Rakel hans Eyþórs er að koma á þriðjudaginn og Katla mín orðin verulega spennt að hitta systurina sína, fékk Rakel til að kaupa stóran hluta jólagjafanna fyrir mig úti og munaði það verulega miklu í verði en hún kemur með þær þegar hún kemur. Óþolandi hvað allt er dýrt hérna á klakanum.

Ætlum að eiga Þorláksmessu í kósý en ég er að vinna fram að hádegi og Katla verður á leikskólanum fram að því og síðan verður bara slakað á, rölt í bæinn og kósað með systur og dætrunum okkar öllum:) Ætlum að vera búnar að skreyta allt nema jólatréð það verður skreytt á þorlákskvöld í rólegheitum;)

Elska þennan aðventu og jólatíma en skil fólk sem kvíðir jólunum þekki því miður allt of marga sem liður þannig, bæði vegna fjárhagsáhyggja og hafa varla pening til að kaupa mat eða jólagjöf handa börnunum og vilja ekki leita sér aðstoðar því mörgum finnst það skammarlegt og ég skil það því ekki myndi ég sjálf gera það. 

Katla mín er búin að vera slæm í hálsi og alltaf að ræskja sig, hrýtur mikið og sefur frekar illa, föl og fár, en ekkert lasin samt alltaf mætt á leikskólann. Fórum loks með hana til Friðriks háls-nef- og eyrna og hann ætlar að taka úr henni háls- og nefkirtla 4 janúar nk. Úff við foreldrarnir pínu með í brókinni yfir því en vonandi gengur það bara vel. Ætla ekki að segja henni það fyrr en bara rétt áður, því hún man hvað mamman fann til þegar þetta var gert fyrir tæpu ári hjá henni haha. Þarf að vera frá leikskóla í næstum 2 vikur og ætlum við foreldrarnir að reyna að skipta því eitthvað á milli annars er ekkert mál fyrir mig að vera í báðar vikurnar nema ég verð líklega orðin geðveik;)

Skelli inn einni færslu fyrir jólin en bið ykkur vel að lifa þangað til næst

Yfirliði kveður með aðventukveðjuW00t 


ÉG og mínar

Brynjan mín farin á lokahóf í fótboltanum og kemur ekki fyrr en undir morgun sennilega;) Gaman að því, þetta er víst ungt og á að leika sér. Aðeins farin að pæla í hvað hana langar að gera eftir menntó og finnst mér líklegt að hún endi ekki á því að vera hér á klakanum og ég styð það 100% hjá henni. Um að gera að skoða sig um á meðan maður getur, gerir ekki mikið af því eftir að fólk er komið með mann og börn:)

Fór og fékk mér tattoo í gær og það sem furðulegra var að ég steinsofnaði á meðan hann var að því enda vissi hann ekki alveg hvort hann ætti að taka því sem hóli eða ekki, haha en reyndar hefur mér ekki fundist vont að fara í tattoo sumir væla úr sér augun en ég er greinilega ekki ein af þeim;) Komin með tíma í annað þann 3 nóv og er ekkert smá spennt þetta eru listaverk sem hann gerir þessi drengur;)

Katla litla stuðbolti var ekki alveg á því að fara að sofa í kvöld þar sem hún væri nú komin í helgarfrí en hún sofnaði algjörlega á núll einni þegar hún lagðist á koddann þetta krútt mitt;) Yndisleg bara. Fæ aldrei nóg af því þegar hún kemur og knúsar mann finnur alltaf á manni ef maður er ekki vel upplagður. Enda börn það næmasta sem til er held ég;) Ætlum að fara að bardúsa með afa á morgun við að setja undir vetrardekkin á Polo sýnist ekki veita af þar sem það er spáð frekar leiðinlegu veðri á næstunni og ég nenni ekki að vera í veseni með að komast um. Ekki það að Polo fer allt sem honum er ætlað að fara allavega hefur mér sýnst það þessi ár sem ég hef átt hann;)

Hildur sys kom í kvöld og ég tók hana í fótsnyrtingu og spjölluðum gerum þetta allt of sjaldan á kvöldin en hennar stelpur eru núna úti í Grímsey hjá pabba sínum í viku en koma á sunnudaginn og Kötlu hlakkar geðveikt til eins og hún segir...

Ekkert svo sem merkilegt að frétta heðan gerist ekkert margt. Brynja var hæstánægð með ferðina út og keypti helling af fötum á mömmu sína og á sig sjálfa, og að sjálfsögðu fékk Katla litla pakka líka, bleika adidas inniskó, Hello Kitty naríur og fullt af nammi og var svo fullkomlega sátt;)

Ætlum að  halda smá afmælispartý hérna þann 28 okt þar sem barnið mitt er að verða sjálfráða mikill áfangi og ætlum að bjóða nokkrum vinkonum og svo ættingjum sem sjá sér fært á að koma, annars var hún jafnvel að spá í að bjóða vinkonum í mat sjáum til hvað hún gerir.

Best að fara að góna smá á tv áður en maður sofnar en þar sem maður er vakinn kl 6 alla morgna núna er eins gott að skríða snemma í háttinn ;)

Yfirliði kveður  


Börnin mín og ég

Hef aldrei haft ástæðu til annars en að vera stolt mamma þar sem ég á svo frábærar tvær stelpur. Núna styttist í að stóra stelpan mín hún Brynja verði sjálfráða rétt um mánuður í það. Skrýtið hvað tíminn líður hratt, finnst svo stutt síðan að ég gekk með hana og fæddi en greinilega og sem betur fer líður tíminn. Samt líður hann heldur hratt að mínu áliti. Ég hef líka verið ótrúlega heppin með barnsfeður mína og samskipti mín við þá og það er ekki sjálfsagt skal ég segja ykkur. Katlan mín er bara 4ra ára en talar stundum eins og hún sé fullorðin, kæmi ekki á óvart þó svo að í henni leyndist gömul sál.  Allavega fyrir þessar tvær stelpur er ég þakklát og að hafa komist svona langt í uppeldinu þeirra. Eldri er að verða á grænni grein og það verður sú stutta líka þegar þar að kemur.

Brynjan mín er að fara til þýskalands með meistaraflokki Þór/KA að keppa við þýskt lið í evrópudeildinni, ég er svo stolt og glöð fyrir hennar hönd því ef einhver hefur sýnt metnað þá er það hún, mætir alltaf á æfingu þó sé meidd bara til að horfa á eða hita létt upp það er meira en margur myndi gera. Æi er bara svo endalaust stolt af þessum stelpum mínum og hef allan rétt til þess.

Mínar læknisheimsóknir undanfarið komu vel út, skoðanir komu út eins og best var á kosið svo ég þarf ekkert að hafa áhyggjur af því sem betur fer. Vona að ég þurfi ekki meira til lækna á þessu ári.

Setti mér heilsufarsmarkmið í maí, hætta að borða nammi, borða hollara, léttast ögn, koma hreyfingu inn í daglegt amstur og fl sem ég ætla ekki að telja upp hér. Hef ekki snert nammi í 13 vikur og langar ekki í, borða hollt en leyfi mér annað ef ég kemst í þannig aðstæður, lést um 7 kg, hreyfi mig 3-5 x í viku og hef gert síðan í júní. Hef grætt helling á þessu öllu, líður betur líkamlega, andlega og bara orkubomba frá hell, hef endalausa orku núna og þarf einnig mun minni svefn en ég þurfti. Bara gott.

Var spurð um karlamálin í vikunni, þau voru og eru svipuð bara er einstök og líður ágætlega. Sá á hvíta hestinum ef hann er til kemur þegar hann er tilbúinn líklega ef sá maður er þá til sem getur þolað mig lengur en nokkrar vikur;) Er ekki að leita því búin að reyna þá leið að leita og það er ekki endilega það rétta, best ef hann poppar upp bara þegar síst skyldi, kannski þegar ég er fimmtug eða sjötug það kemur í ljós mér liggur ekkert lífið á.

Best að hætta þessu og fara að drífa sig í vinnuna, stelpurnar báðar í fríi og ætla að dunda sér saman til hádegis en þá er ég búin, fékk mér frí eftir hádegi.

Eigið góðan dag allir saman og verið góð við hvert annað.

Við leitum hamingjunnar um allt en aldrei innra með okkur því þar er dimmt.......nokkuð góð setning.

Yfirliði kveður þenkjandi í dag... 


Ýmislegt.....

Lífið komið aftur í rútínu eftir frí, hrikalega gott þegar það gerist. Katla komin í leikskólann sæl og glöð, ég í vinnuna en Brynja er enn í fríi frá skólanum byrjar held ég 13 sept.

Brynja var að fá vinnu með skóla hjá Capacent og er ég ekkert smá stolt af því hvað hún bjargar sér þessi stelpa, hún ræður hvað hún vinnur mikið þar sem hún raðar sér sjálf á vaktir. Ágætis kaup sem þýðir að hún getur rekið bílinn sinn og keypt sér föt og gert það sem hún vill í rauninni. Best þessi stelpa.

Fórum suður um þarsíðustu helgi ég, hún og Telma vinkonan hennar. Fengum lánaða íbúð hjá Rögnu (ömmu hennar) og Magga (afa hennar) á frábærum stað í bænum og frábær íbúð. Fórum x 3 út að borða á KFC, Saffran (sem ég á ekki nógu sterkt lýsingarorð yfir) og Ítalíu ;) Síðan var kringlan skönnuð á laugardeginum og þær fóru á laugarveginn en gamla konan ég vr þá orðin fótalaus. Keyptum allar mikið af fötum og dóti, ég keypti tvennar buxur á Kötlu og boli á hana og sólirnar. Barnaföt kosta svo fáránlega lítið í Rvík miðað við hér fyrir norðan að það borgar sig að keyra suður og versla búin að sjá það. Og ekki bara barnaföt heldur bara föt almennt eru miklu ódýrari fyrir sunnan. Fáránlegt....

Missti mig algjörlega í búð sem heitir Six og keypti mér helling af eyrnalokkum úr læknastáli þar sem ég þoli fátt annað í eyrun, en ekkert síðra en annað.  Allavega var þessi ferð bara fín og eyddum við heilum 8000 kr í bensín fram og tilbaka og alla keyrsluna í borginni. Var búin að vera pinu stressuð yfir að keyra þar en svo vorum við með gps í símunum svo það varð ekkert mál og Brynja þrusaði einnig um allt. Getum allt sem við viljum. Stefnum á jólagjafaferð í borgina í nóv/des erum orðnar svo klárar:)

Ég er að fara til Vals Þórs Marteins þvagfæra þar sem allt útlit er fyrir að nýrað mitt sem var hengt upp 97 sé orðið laust enda svo sem átti þessi upphenging bara að duga í 10-15 ár og komin 13 ár þannig að....En ég er endalaust með einkenni um sýkingar sem engar eru svo sem er eitt einkennið auk þyngdartaps sem ég ræð svo sem ekki við heldur. En þegar ég lenti í þessu síðast varð ég 53 kg og ég vil ekki lenda þar aftur. En ég á að hitta hann 20 sept og þá ætlar hann að skoða þetta betur, vorum bara búin að ræða saman í síma. Vona allavega að hann geti losað mig við þessi einkenni hvað sem hann gerir. Alltaf eitthvað að mér;( 

Átti að gera við þakið hjá okkur hér um miðjan ágúst en ekkert orðið út því vegna mikilla rigninga og eiginlega er ég bara fegin því ég þarf að punga út 352 þús fyrir viðgerðinni sem ég á bara ekki í augnablikinnu þannig að ég vona að því verði frestað til næsta sumars, efast um að ég eigi samt fyrir því þá en vonandi meiri líkur.

Best að hætta þessu og fara að troða okkur í einhver föt en við hyggjumst renna til Húsavíkur kannski og Brynja ætlar að hafa svona sleepover með fótboltanum í kvöld ;)

Yfirliði kveður þokkalegur baraKissing 


Síðasti spretturinn í fríi;(

Síðasta vikan í sumarfríi byrjuð, hefði í raun samt átt að byrja í dag en var svo heppin að uppgötva að ég átti heila viku inni þannig að ég fékk að taka hana bara:) Búin að vera ótrúlega heppin með veður þannig að maður getur ekki kvartað eiginlega. Við Katla vorum saman í tvær vikur í fríi og svo hefur hún svona fengið að vera heima dag og dag ef eitthvað sérstakt er, var svo auðvitað með pabba sínum líka í 2 vikur. Vorum duglegar að fara í sund og þvælast í ísbúðir bæjarins sem er alltaf klassískt;)

Fór á alveg hreint guðdómlega mærudaga fór á fimmtudegi og heim á sunnudegi. Fór í hvalaskoðun með bróðir og var það hrikalega gaman, síðan á föstudag fórum við systkin ásamt, Vidda mág og Bjarti og Steina og gengum hafragilshringinn. Sáum Selfoss og Dettifoss og Hafragilsfoss. Þetta var töluvert krefjandi leið fannst mér þar sem þurfti að klifra stíga sem voru ekki upp á marga fiska með þverhnípið fyrir aftan sig, upp kletta í köðlum en þvílík náttúrufegurð. Ef ég hefði vitað hvernig gönguleið þetta var þá hefði ég líklega ekki farið þar sem ég er þvílíkt lofthrædd en sem betur fer var mér ekki sagt mjög náið hvernig þetta var;) Lögðum af stað um hálfellefu að Hafragilsfossi og vorum komin upp í bíl í kringum hálffjögur  vorum áður búin að ganga að dettifossi og selfossi:) Þreytt en ánægð var komið heim til Brósa og farið í skárri föt, opnaður bjór og tölt niður á Bryggju í geimið bara gaman, síðan var slökun á laugardeginum og svo farið aftur á bryggjuna um kvöldið. Brynjan mín hringdi svo í mig á sunnudagsnóttina og sagðist koma með flugi frá Rvík þar sem hún hefði meiðst á hné í fótboltaleiknum. Þannig að ég rauk niður á stöð á sunnudagsmorgun og fékk að blása og brunaði svo heim og beint á FSA þar sem meiðslin voru sem betur fer skárri en talið var fyrst en þeir héldu að liðbandið hefði slitnað. En hún er búin að vera í hvíld og hjá sjúkraþjálfara núna og þetta er eitthvað að skána.

Síðan skellti ég mér í borgina sl. fimmtudag og kom heim á laugardag og var það bara gaman, missti samt af gaypride göngunni þar sem ég var akkúrat að fara í flug. Gríðarlegur hiti í borginni á laugardeginum og lak af manni svitinn, en mikið var gott að koma heim, heima er nefnilega alltaf best. Ætlum svo að fara á bíl suður við Brynja um aðra helgi eigum bara eftir að finna okkur gistingu sem er ekki einhversstaðar lengst aftur í rassgati. Verðum góðar brúmmandi tvær alveg glórulausar en við erum með gps í símunum okkar og ég held þetta verði bara fínt, held meira að segja að þetta sé menningarnótt;)

Katla mín kom heim í gærkvöldi hringdi í mömmu sína og vildi bara fá að koma heim, ekki hafði mamman neitt á móti því og brunaði og sótti djásnið;) Keyptum okkur tvo fallega fiska og fiskabúr og heita fiskarnir sveppi og Emilia og í haust bætist við froskur sem á að heita Gói;) Þær systur ætla að fara og velja sér frosk eða salamöndru fer eftir því hvort hentar betur í búrið....

Annars er þetta allt í rólegheitum enn sem komið er, við höfum þak yfir höfuðið og mat að borða og mer skilst að það sé meira en margur annar hefur....

Yfirliði kveður á kafi í fiskeldiLoL 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband