Fækkum þingmönnum um helming

Jæja loksins er komið að þessari blessuðu magaspeglun. Einu sinni hét ég því að fara aldrei í svona, en það er ekki að spyrja þegar maður verður lasinn þá þarf að gera ýmislegt. Kvíði óhemju fyrir, ekki beint að fara í magaspeglunina heldur því sem kemur út úr henni, vona að allt verði samt bara gott. Ekkert borða síðan á miðnætti í gær, en ég er farin að fá magaverki ef ég sleppi því að borða á 2 tíma fresti þannig að núna er maginn á mér algjörlega eins og sé logandi bál innan í honum.

Held að Hildur ætli að keyra mig, á eftir að koma í ljós, hugsa að ég gæti alveg keyrt heim en það kemur allt í ljós.

Í gærkvöldi sat ég og hlustaði á þingmennina okkar, og án gríns ég grenjaði bara. Þvílíkt leikhús þarna á alþingi, núna eru sjálfstæðismenn að tala um að það væri hægt að bjarga og bjarga en hver kom okkur í þetta voru það ekki akkúrat þeir. Sjá fólkið mótmæla þarna, ég grenjaði og ég skil fólk algjörlega. Það er að sjá fram á að missa allt sitt, við sem erum ein erum að sjá fram á að missa allt okkar, á að drulla algjörlega yfir fólk.......

Vil allt þetta fólk burt af alþingi og erlenda aðila setjast á þing, ég vil sjá þingmönnum fækkað um allavega helming, ef við miðum okkur við Norðmenn þá ættum við einungis að hafa 11 þingmenn miðað við landsstærð já takk en þeir eru 63, mætti spara. Er ekki hægt að sameina ráðuneyti í 3 og minnka rekstrarkostnað, eigum við endalaust að skera af hjá okkur en opinberar stofnanir að halda sínu skil það ekki

Farin að spegla mig

OFURliði kveður í hringiðu tilfinninganna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Það er mjög í tísku núna að tala neikvætt um Alþingi og ég er ekki hissa á því; svo margt í störfum Alþingis og framkomu og störfum Alþingismanna býður slíku heim. En í stað þess að telja Alþingi vonlausa stofnun skulum við nota tækifærið á komandi Stjórnlagaþingi til að endurreisa Alþingi, það hefur verið okkar lýðræðisakkeri og á að vera svo áfram

Hins vegar er slæmt að almenningur skuli ekki þekkja betur mjög margt í gagnmerku starfi sem fram fer á Alþingi. Ef svo væri væri tæplega svo oft slegið fram fullyrðingum sem þeim að stórlega ætti að fækka alþingismönnum. Þó mín reynsla af þingmennsku sé ekki löng veit ég þó að störf Alþingis fara minnst fram í umræðum, sem gjarnan er sjónvarpað, heldur í nefndum þingsins og yfirleitt hefja þingmenn störf árla morguns. Á þeim vettvangi eru hin eiginlegu þingstörf, orðaskylmingar í þingsal eru oft ekki til að auka veg þingsins.

Fjöldi kjörinna fulltrúa á þjóðþingum fer engan veginn eftir fjölda þegnanna. Þess vegna verður fjöldi þingmann því hærri hlutfallslega sem þjóðin er fámennari. Til að Alþingi geti skammlaust mannað allar starfsnefndir þingsins tel ég að það væri ekki jákvætt að fækka þingmönnum frá því sem nú er. Þessi fjöldi þingmanna ætti einnig að stuðla að því að á Alþingi sitji þverskurður þjóðarinnar. Hins vegar stendur mér nokkur stuggur af þeirri þróun að menn alist upp í flokkunum, fari í háskóla og læri lögfræði og verði síðan atvinnustjórnmálamen án þess að þekkja hið minnsta til lífsbaráttu hins venjulega manns.

Sem dæmi um hve það neikvæða í störfum Alþingis nær algerum yfirtökum yfir því jákvæða bendi ég á þingmannanefndina sem Atli Gíslason var formaður fyrir. Tillögurnar um ákærur fyrrum ráðherra og Landsdóm voru aðeins lítill hluti af þeim tillögum sem nefndin skilaði, mjög merkar tillögur. Allar tillögur nefndarinnar, að undanskildum Landsdómstillögunum, voru samþykktar með 63 samhljóða atkvæðum á Alþingi. En hver veit það eða man eftir þvi? Öll athyglin beindist að Landsdómstillögunum sem ég hef lýst á mínu bloggi sem miklum mistökum.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 5.10.2010 kl. 09:50

2 identicon

Sæll Sigurður

Takk fyrir þennan pistil fann margt í honum sem ég í sjálfum sér ekki vissi;) Takk fyrir það:)

Erna (IP-tala skráð) 8.10.2010 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband