Lífið hjá liðanum:)

Litla Katla mín orðin 4ra ára, finnst svo ótrúlega stutt síðan að ég hélt ég væri að deyja við að fæða hana;) Ekki sjálfgefið að maður geti eignast börn en ég verið ótrúlega heppin að fá þann heiður að fá að fæða tvær dásamlegar stelpur. 

Vorum með smá afmælispartý í gær og henni fannst svo gaman og fékk marga pakka og var enn að taka upp pakka í dag. Fékk 3 skokka, 1 leggings, kápu, skó, 5000 kr, litatösku, trompet, ponyhest, prinsessuregnhlíf, dúkkur, helling af nammi (gott fyrir mömmuna), og margt fleira. Var þreytt en afskaplega glöð þegar hún fór að sofa í gærkvöldi og stundi upp í svefnrofunum "mamma á ég aftur afmæli á morgun":) Hún bauð Sollu og dætrum, afa Hauk og Móu og dætrum og pabba sínum í partýið og var það bara algjörlega temmilegt í svona 4ra ára afmæli:)

Kom svo í ljós að hún var nú komin með njálg þannig að nú er lyf á alla familiuna, verið að þvo alla bangsa og fer í á morgun að sótthreinsa alla hurðarhúna og slíkt, ætla að koma í veg fyrir að þetta komi aftur djöss ógeð.

Komst að því að njálgur getur smitast með svífandi njálgseggjum í andrúmsloftinu, var alltaf viss um að þetta kæmi bara úr kattaskít eða slíku en það er svona algjör misskilningur og hananú. Annað sem mér finnst mjög merkilegt er að þrátt fyrir hvað þetta er algengt að börn fái þetta á leiksskólaaldri (ef miðað er við að læknar skrifi út lyf og lausasölulyf) þá er þetta afskaplega sjaldan tilkynnt leikskólum. Spurning hvort að foreldrum finnist þetta skammarlegt!!!! Það verður að tilkynna svona svo hægt sé að bregðast við og aðrir foreldrar geti fylgst með sínum börnum. Þetta getur verið undir nöglum á börnum. Allavega ætla ég að vera mjög vakandi núna fyrir þessu ógeði. Hef kannski verið frekar kærulaus veit ekki.

Brynja mín er flestar helgar í borginni núna að keppa, er að fara þriðju helgina í röð líklega núna um helgina en svo er frí fram til 21 apríl en þá loksins er heimaleikur jibbí jei og ég í fríi og get farið og gónt á fótbolta tóm gleði;) Ætla sko að vera dugleg í sumar að fara og glápa þetta er svo gaman. Katla er ákveðin í því að hún sé að fara að æfa fótbolta og í tilefni þess gaf Brynja henni Þórsarastuttbuxur um daginn sem hún er svo mikið krútt í, dundar sér líka við að láta mömmuna kæla reglulega á sér fæturnar með klaka ef hún dettur bara afþví að Brynja þarf stundum að gera það þegar hún meiðir sig;) Snillngur.

Ekkert enn komið úr segulómun hjá mér en ég bíð og vona að ég fari að heyra að ég sé bara ímyndunarveik sem ég sjálfsagt er. Kom þó í ljós að ég er með mjólkuróþol og hef skánað mikið eftir að ég sleppti mjólkinni. Vissi að ég var með eitthvað fæðuóþol og var búin að prófa flest nema að sleppa mjólk:)

Fórum saman heimahjúkrun að djamma fyrir löngu síðan og það var ævintýranlega gaman, var hreinlega búin að gleyma hvað þetta getur verið gaman í góðra vina hópi. Fórum á Götubarinn, og á teknóstuð á Pósthúsbarnum og loks á Vélsmiðjuna og þegar maður hafði komist í þann gír að dansa þá var bara dansað algjörlega út í eitt;) Skreið heim kl 05.00 alein þrátt fyrir miklar og skemmtilegar tilraunir hjá Svabbus yfirsjúlla;)  *fliss*

En best að fara að hengja upp á eyrunum eina 10 bangsa sem eru sko klárlega blautir á bak við eyrun;)

YFIRliði kveðiur sáttur 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband