Sumarið er tíminn;)

Það er bara ekki hægt að neita því að um leið og fer að vora þá lifnar yfir manni, maður verður orkumeiri, glaðari og svo ég tali nú ekki um fallegri því það fylgir nú bara því að vera glaður og orkumeiri;) Eini gallinn við vorið í mínum huga eru helvítis pöddurnar, þoli ekki köngulær og randaflugur og við ræðum ekki geitungana. Ég var nú svo einstaklega heppin að fá eina drottningu inn til mín í gær en sökum snarræðis kattarins þá rauk hún út aftur. 

Klukkan ekki nema rúmlega 10 og enn er fólk að skemmta sér hérna í blokkinni á bak við mig, gaman að því, enda vekur sumarið mann hreinlega til lífsins;)

Sumarfrí staðfest 4júlí - 8 ágúst en síðasti vinnudagur er 1 júlí íhahhahahhaha, djöss sem maður skal vera duglegur að njóta. Efast um að mikið verfði farið sökum bensínverðs og dýrtíðar á íslandi en þá er að njóta þess sem okkar fallega sýsla býr yfir eins og sundlauganna, heimagerða íssins, útivistarsvæði, fjörurnar og fleira og fleira;) Ákveðin samt í því að eyða einum degi í Ásbyrgi í sumar og jafnvel í Hljóðaklettum í minni fallegu heimabyggð.

Leikskólinn hjá Kötlu lokar 15 júní -20 júlí eða öfugt man það ekki alveg en hún verður hjá pabba sínum eitthvað af þeim tíma þar til ég fer í frí og svo bara höfum við þetta frjálslegt svona, spilum þetta eftir eyranu eins og sagt er.

Þarf að fara að kaupa mér hlaupaskó í dag og þeir sem ég þarf, innanfótarstyrkta kosta 29 þús er þetta eðlilegt, þegar ég keypti mér síðast hlaupaskó fyrir 3 árum kostuðu þeir nú töluvert minna eða helmingi því sem næst...

Svo er alltaf verið að hvetja fólk til hreyfingar og að borða hollt og svona en hvernig í ósköpunum á það að vera hægt þegar allt sem tengist hreyfingu og hollustu hefur hækkað svona rosalega en svo hefur sælgæti ekki hækkað nærri eins mikið enda ekki talið til nauðsynjavöru og þá hækkar það ekki. Eins og kom fram í einhverri könnun þá hefur neysla fólks á kexi dregist töluvert saman en neysla á sælgæti staðið í stað eða jafnvel aukist því það er ódýrara!!!!

En svona er nú íslandi í dag og mér finnst ísland alltaf gott en er nú komin á fullt í að æfa mig í norskunni, er aðallega núna að kíkja á málfræðina, skil norskuna þegar ég les hana og að mestu þegar ég hlusta á hana sérstaklega ef ég er með textann fyrir framan mig en ég er ekki eins góð að segja heila setningu upp úr sjálfri mér;) En það kemur með tíð og tíma. Set núna sem langtímamarkmið að fara út í eins og 2 vikur af sumarfríinu mínu næsta sumar og vinna, aðallega til að sjá eitthvað nýtt og prófa eitthvað nýtt, gott að breyta ögn til svo maður staðni ekki s.s. víkka út sjóndeildarhringinn. Er svo lukkuleg að frændi minn er með atvinnumiðlun í Norge fyrir hjúkrunarfr. og sjúkraliða og hann er búinn að lofa mér VIP meðferð hvað sem svo felst í henni;)

Well jentan ætlar að drullast í einhver föt og leita sér að skóm

Yfirliði kveður í fallegu vorveðri ;) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband