Síðasti spretturinn í fríi;(

Síðasta vikan í sumarfríi byrjuð, hefði í raun samt átt að byrja í dag en var svo heppin að uppgötva að ég átti heila viku inni þannig að ég fékk að taka hana bara:) Búin að vera ótrúlega heppin með veður þannig að maður getur ekki kvartað eiginlega. Við Katla vorum saman í tvær vikur í fríi og svo hefur hún svona fengið að vera heima dag og dag ef eitthvað sérstakt er, var svo auðvitað með pabba sínum líka í 2 vikur. Vorum duglegar að fara í sund og þvælast í ísbúðir bæjarins sem er alltaf klassískt;)

Fór á alveg hreint guðdómlega mærudaga fór á fimmtudegi og heim á sunnudegi. Fór í hvalaskoðun með bróðir og var það hrikalega gaman, síðan á föstudag fórum við systkin ásamt, Vidda mág og Bjarti og Steina og gengum hafragilshringinn. Sáum Selfoss og Dettifoss og Hafragilsfoss. Þetta var töluvert krefjandi leið fannst mér þar sem þurfti að klifra stíga sem voru ekki upp á marga fiska með þverhnípið fyrir aftan sig, upp kletta í köðlum en þvílík náttúrufegurð. Ef ég hefði vitað hvernig gönguleið þetta var þá hefði ég líklega ekki farið þar sem ég er þvílíkt lofthrædd en sem betur fer var mér ekki sagt mjög náið hvernig þetta var;) Lögðum af stað um hálfellefu að Hafragilsfossi og vorum komin upp í bíl í kringum hálffjögur  vorum áður búin að ganga að dettifossi og selfossi:) Þreytt en ánægð var komið heim til Brósa og farið í skárri föt, opnaður bjór og tölt niður á Bryggju í geimið bara gaman, síðan var slökun á laugardeginum og svo farið aftur á bryggjuna um kvöldið. Brynjan mín hringdi svo í mig á sunnudagsnóttina og sagðist koma með flugi frá Rvík þar sem hún hefði meiðst á hné í fótboltaleiknum. Þannig að ég rauk niður á stöð á sunnudagsmorgun og fékk að blása og brunaði svo heim og beint á FSA þar sem meiðslin voru sem betur fer skárri en talið var fyrst en þeir héldu að liðbandið hefði slitnað. En hún er búin að vera í hvíld og hjá sjúkraþjálfara núna og þetta er eitthvað að skána.

Síðan skellti ég mér í borgina sl. fimmtudag og kom heim á laugardag og var það bara gaman, missti samt af gaypride göngunni þar sem ég var akkúrat að fara í flug. Gríðarlegur hiti í borginni á laugardeginum og lak af manni svitinn, en mikið var gott að koma heim, heima er nefnilega alltaf best. Ætlum svo að fara á bíl suður við Brynja um aðra helgi eigum bara eftir að finna okkur gistingu sem er ekki einhversstaðar lengst aftur í rassgati. Verðum góðar brúmmandi tvær alveg glórulausar en við erum með gps í símunum okkar og ég held þetta verði bara fínt, held meira að segja að þetta sé menningarnótt;)

Katla mín kom heim í gærkvöldi hringdi í mömmu sína og vildi bara fá að koma heim, ekki hafði mamman neitt á móti því og brunaði og sótti djásnið;) Keyptum okkur tvo fallega fiska og fiskabúr og heita fiskarnir sveppi og Emilia og í haust bætist við froskur sem á að heita Gói;) Þær systur ætla að fara og velja sér frosk eða salamöndru fer eftir því hvort hentar betur í búrið....

Annars er þetta allt í rólegheitum enn sem komið er, við höfum þak yfir höfuðið og mat að borða og mer skilst að það sé meira en margur annar hefur....

Yfirliði kveður á kafi í fiskeldiLoL 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband