ÉG og mínar

Brynjan mín farin á lokahóf í fótboltanum og kemur ekki fyrr en undir morgun sennilega;) Gaman að því, þetta er víst ungt og á að leika sér. Aðeins farin að pæla í hvað hana langar að gera eftir menntó og finnst mér líklegt að hún endi ekki á því að vera hér á klakanum og ég styð það 100% hjá henni. Um að gera að skoða sig um á meðan maður getur, gerir ekki mikið af því eftir að fólk er komið með mann og börn:)

Fór og fékk mér tattoo í gær og það sem furðulegra var að ég steinsofnaði á meðan hann var að því enda vissi hann ekki alveg hvort hann ætti að taka því sem hóli eða ekki, haha en reyndar hefur mér ekki fundist vont að fara í tattoo sumir væla úr sér augun en ég er greinilega ekki ein af þeim;) Komin með tíma í annað þann 3 nóv og er ekkert smá spennt þetta eru listaverk sem hann gerir þessi drengur;)

Katla litla stuðbolti var ekki alveg á því að fara að sofa í kvöld þar sem hún væri nú komin í helgarfrí en hún sofnaði algjörlega á núll einni þegar hún lagðist á koddann þetta krútt mitt;) Yndisleg bara. Fæ aldrei nóg af því þegar hún kemur og knúsar mann finnur alltaf á manni ef maður er ekki vel upplagður. Enda börn það næmasta sem til er held ég;) Ætlum að fara að bardúsa með afa á morgun við að setja undir vetrardekkin á Polo sýnist ekki veita af þar sem það er spáð frekar leiðinlegu veðri á næstunni og ég nenni ekki að vera í veseni með að komast um. Ekki það að Polo fer allt sem honum er ætlað að fara allavega hefur mér sýnst það þessi ár sem ég hef átt hann;)

Hildur sys kom í kvöld og ég tók hana í fótsnyrtingu og spjölluðum gerum þetta allt of sjaldan á kvöldin en hennar stelpur eru núna úti í Grímsey hjá pabba sínum í viku en koma á sunnudaginn og Kötlu hlakkar geðveikt til eins og hún segir...

Ekkert svo sem merkilegt að frétta heðan gerist ekkert margt. Brynja var hæstánægð með ferðina út og keypti helling af fötum á mömmu sína og á sig sjálfa, og að sjálfsögðu fékk Katla litla pakka líka, bleika adidas inniskó, Hello Kitty naríur og fullt af nammi og var svo fullkomlega sátt;)

Ætlum að  halda smá afmælispartý hérna þann 28 okt þar sem barnið mitt er að verða sjálfráða mikill áfangi og ætlum að bjóða nokkrum vinkonum og svo ættingjum sem sjá sér fært á að koma, annars var hún jafnvel að spá í að bjóða vinkonum í mat sjáum til hvað hún gerir.

Best að fara að góna smá á tv áður en maður sofnar en þar sem maður er vakinn kl 6 alla morgna núna er eins gott að skríða snemma í háttinn ;)

Yfirliði kveður  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband