Stöðugt eða aldrei

Já ýmist í ökla eða eyra þessi blogg hjá mér. Bara var búin að steingleyma þessum annars frábæra tuðmiðli en skal þeim mun meira bæta á hann á næstunni. Alltaf gaman að rugla eitthvað;) Síðan siðast er ég búin að sækja um í tveimur skólum, sækja um tvær vinnur með hinni vinnunni og jafnvel að íhuga hvort hagstæðara sé að búa annarsstaðar á landinu eina sem stoppar mig er Katla mín. Brynjan mín er orðin svo stór að hún myndi pluma sig hér í íbúðinni en samt langar mig ekkert að fara héðan bara svo langt frá því. Enda hugsa ég að ég geri það ekkert dembi mér bara í skóla og fullt fullt af vinnu svona til að ná endum saman og geta látið drauma rætast. Alltsvo ef ég fæ meiri vinnu ekki endilega hlaupið í það;)

Katlan mín ætlaði að fara með pabba sínum og familiu suður upp á morguninn í skírnarveislu og aftur heim í kvöld en sagðist svo ekki nenna að sitja í bíl sem ég skil vel. Sagðist bara sjá litlu frænku þegar þær færu saman til Svíþjóðar í júní;) Þannig að morguninn er búinn að fara í kósýkúr, spil og lita og dass af spjalli. Er komin á þann aldur að það er mikið spurt og mikið pælt sem er yndislegt en skal viðurkenna að stundum kemst ég i þrot með svör en geri mitt besta engu að síður.

Brynjan mín sefur ennþá en er að fara á æfingu í hádeginu og þá förum við minni mæðgur eitthvað út að skoða snjóinn sem kom í nótt;) Skrýtið að hugsa til þess að Brynja eigi bara eftir eitt ár í menntó finnst svo óskaplega stutt síðan að hún var busarass í MA en tíminn líður og maður eldist þó svo að mer finnist ég yngjast með hverju árinu inni í mér allavega þó´svo að maður sjái hrukkurnar birtast en eins og mamma mín sagði "hrukkur eru merki um reynslu" sem er svo hárrétt..enda var hún reynslubolti með mikið af fallegum hrukkum sem hún reyndar þoldi ekki sjálf;)

Lífið er ljúft og við eigum að njóta þess á meðan við getum, því við vitum aldrei hvað morgundagurinn ber í skauti sér svo einfallt er það nú.

Best að fara ekki alveg offari í blaðrinu og læt þetta gott heita í bili

Yfirliði kveður yngri og yngri með hverjum deginum ;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband