Almættið hvað er það!!!

Stundum verð ég svo reið út í almættið að það er sorglegt. Manni er sagt að trúa á guð almáttugan, afhverju er hann sagður almáttugur ef maður biður og biður og ekkert gerist....Þegar mamma dó missti ég allt álit á honum þarna uppi, ég gekk auðvitað í gegnum mín sorgarferli og eitt af þeim er reiðin sem ég lét bitna á þeim almáttuga. Síðan hefur það tekið mig tíma að taka hann í sátt og hætta að kenna honum um að hún dó. Undanfarnar vikur er ég búin að biðja til hans heitt og innilega og dæturnar mínar líka fyrir vissri manneskju en hvað...afhverju er hann sagður almáttugur ef hann er ekki einu sinni "bara" máttugur. Ég er að missa álitið á honum aftur því miður en læt að sjálfsögðu litlu stelpuna mína ekki heyra það, sú stóra myndar sér sjálf skoðun.

Held að ég treysti og trúi bara á sjálfan mig, get allavega þá ekki kennt neinum um ef illa gengur nema sjálfri mér, nú eða þakkað neinum nema sjálfri mér ef vel gengur. Bara smá pæling á þessu.

Katla mín er í Svíþjóð með pabba sínum og fjölskyldu við útskrift Rakelar stóru systur sinnar sem er að útskrifast sem múrari og stúdent. Fór með ömmu sinni og afa á mánudag og fleirum úr fjölsk út en ætlaði að hitta pabba sinni þar;)

Brynjan mín stendur sig alltaf eins og hetja þrátt fyrir erfiðar kringumstæður á köflum búin að brillera á prófum með 10-9-9-8-8-8-8-6 og á eftir að fá út úr 2 prófum. Ótrúlega kröftug stelpa sem við eigum foreldarnir, ömmur og afar.

Ég sjálf er í sumarfríi og búin að hafa það mjög gott þrátt fyrir að maður fari nú ekki mikið, allt svo drulludýrt en það er engu að síður alltaf gott að vera í fríi væri reyndar bónus að vinna í lottó en það gerist held ég ekki á næstunni. Maður hefur varla efni á að fara í sund, segi svona er að verða pínu þreytt á þessum barningi en hann tekur vonandi enda;) Fór á Illugastaði í gær með konu sem ég vinn með í heimahjúkrun, og þrifum 4 bústaði gaman að því, mikið hlegið og haft gaman, enduðum svo kvöldið á grillveislu hjá þeim góðu hjónum sem reka þetta. ;)

Katlan mín kemur heim á sunnudagskvöldið og mikið óskaplega verður ljúft að sjá hana bara gott. Brynjan mín byrjar að vinna á mánudag og þá er sumarrútínan komin á fullt. Ætlum mæðgur að reyna að fara suður eina helgi í ágúst eins og í fyrra og bjóða Telmu með, fara með Kötlu í húsdýragarðinn og fl, vonandi gengur það upp og skattmann láti mig hafa nokkrar krónur tilbaka hehe treysti á hann;)

Best að hætta þessu bulli og fara að hreyfa á sér rassinn

Knús á alla

Yfirliði kveður


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband