Það er gott að búa á Akureyri !!!!

Ég er einstök móðir með tvær yndislegar dætur. Önnur titlast reyndar nýlega vera komin á sjálfræðisaldurinn en sú yngri er á síðasta ári í leikskóla.

Ég eins og margir er búin að standa í stappi við fjármálin undanfarin ár eða svona svo til síðan hið svokallaða hrun varð.

Ég er sjúkraliði að mennt og vinn í þeim geira hjá Akureyrarbæ í 90% vinnu. Ég fór í greiðsluskjól hjá UMS árið 2010 og var að koma í ljós að ég hef ekki efni á því að halda íbúðinni minni þrátt fyrir eins og lögfræðingurinn minn orðaði það “skulda fáránlega lítið” og samt að missa íbúðina mina, fer á sölu í þessari viku og ef hún selst þá er ég líklega á götunni því ég er á biðlista hjá bænum eftir íbúð og það er margra mánaða ef ekki ára bið eftir íbúð. Samtals á mánuði hef ég úr að spila 235 þúsund krónur og inni í þeirri tölu er meðlag og barnabætur. Það á að duga til að borga; leikskóla, síma, hússjóð,hita og rafmagn, fasteignagjöld, tryggingar, bensín á bílinn, mat, föt og aðra þjónustu sem til fellur eins og lækniskostnað. Er samt ekki að borga af neinum lánum í augnablikinu. Barnabætur voru skertar þar sem ég er svo tekjuhá og það er bara allt í þessum dúr.

Hef náð að láta þetta rúlla með einhverjum yfirnáttúrulegum hætti en lenti svo í því fyrir nokkrum mánuðum að bíllinn minn bilaði og mikill lækniskostnaður kom til hjá mér, þetta varð til þess að ég gat ekki borgað nema lítinn hluta reikninga þann mánuðinn. Síðan bara vatt þetta upp á sig og ég missti taktinn. Búin að vera að semja við Motus um að dreifa og vel gengið nema í dag fékk ég bréf frá Akureyrarbæ um að barninu mínu væri sagt upp leikskólavist vegna 4ra vangoldinni reikninga að upphæð 80 þús frá og með 1. Des . Auðvitað reyni ég að borga þetta, veit ekki hvernig en það sem mér svíður sárast er að þetta lendir á barninu mínu. Ég var búin að leita eftir aðstoð til fjölskyldudeildar um s.s. aðstoð við að greiða leikskóla fyrir mig á meðan ég myndi reyna að greiða niður skuldina en mér var hafnað án rökstuðnings en bent á að ég gæti pantað símatíma til að fá að vita það. Á sama tímapunkti og mér er hafnað um aðstoð þá koma frettir um að verið sé að hækka laun nefndarmanna hjá Akureyrarbæ um 10% minnir mig. Mér verður óglatt.

Fjárhagsáhyggjur eru ekki góðar áhyggjur, að vita ekki hvort maður verði á götunni einn veðurdag, eða hvort maður eigi mat lengur en fram í miðjan mánuð, hvort maður haldi geðheilsunni þar sem maður nær ekki að sofa fyrir áhyggjum…

Hvar eru úrræðin fyrir okkur, hvað er velferðarráðuneytið að pæla, á endalaust að aðstoða ríka manninn en brjóta niður þann litla….

Ef einhver hefur svör og veit hvert ég get leitað eftir aðstoð í guðanna bænum látið mig vita því ég er ekki að höndla fleiri veggi til að rekast á …


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband