12.8.2009 | 11:02
Er alveg á leiðinni.....
Spurning hvort ég sé á leið til helvítis eins og landið í heild sinni eða hvort ég er bara á leiðinni yfir í hina íbúðina mína að ná í nokkra kassa. Spurning hvort að taki því eitthvað að ná í þá hmmmmm þar sem allt er á niðurleið..
En þar sem mig er farið að vanta svo mikið af dóti sem ég hreinlega hef ekki hugmynd um hvar er, þá beinist grunur minn að þessum kössum upp í geymslunni á Smárahlíð 5, fer í að kanna það á eftir:)
Þegar ég var búin að fara með litla glaðlynda barnið mitt á Holtakot fór ég í hjólatúr, og ég hjólaði leiðir sem ég hef aldrei hjólað áður, úti í sveit, bara falleg en erfitt, reyndi nú á mitt alvöru fjallahjól, tilgangslaust að fá sér rándýrt fjallahjól og hjóla svo alltaf á malbiki dúddamía ekki að gera sig, algerlega OFF eins og dúddarnir segja. En kom svo heim eftir um 40 mínútur blaut og köld og í heita sturtu og ég hef eiginlega ekki hreyft mig síðan, mér er enn kalt og dofin á puttunum (steingleymdi vettlingum) líður eiginlega eins og ég sé að veikjast en það verður ekki ONEI...
Randaði með pabba í erindagjörðum í tvo tíma í gær og kláruðum margt sem klára þurfti, oft gott að vera ekki að draga hlutina því þá annaðhvort hefur maður ekki tíma eða hreinlega nennir því ekki.
Búin að koma upp hillunni fyrir viftuna og veit ekki hvað ég á að gera meira, var ekkert mál að henda þessari hillu upp, en Viðar mágsi ætlar að setja hana upp fyrir mig svona þegar hann hefur tíma:) Breytir svo sem engu hvenær það verður:)
ÆI hef ekkert að segja, ætla að henda mér smástund í einn tölvuleik og fara síðan í kassaleiðangur upp í hina íbúðina mína sem enginn vill kaupa en einhver má ssamt kaupa...ofsalega fín íbúð:)
OFURsjúlli kveður með ruglu frá hell.....
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.