26.10.2009 | 19:23
Tunglið tunglið taktu mig:)
Katlan litla var alveg dolfallin yfir þessu fallega tungli sem skín hérna hátt á himni, fór með stól að glugganum og sönglaði "tunglið mitt tunglið mitt " bara krútt. Var bara til hádegis í leiksskólanum þar sem það var starfsdagur þar þannig að ég fékk að hætta kl 12 í vinnunni og sækja hana. Var í rosastuði og ætlaði aldrei að vilja leggja sig en það tókst fyrir rest. Frænkurnar Sólir vöktu hana síðan með boði um rúnt með mömmunni og fórum við mæðgur niður í Kbbanka og fengum svona líka fín endurskinsmerki:) Stökk í leiðinni og sótti bók á bókasafnið sem ég var búin að láta taka frá fyrir mig og heitir "Stúlkan sem lék sér að eldinum", bíð spennt eftir að byrja allavega ef hún er eins góð og "karlar sem hata konur"
Brynja er í fríi frá MA vegna einhvers vetrarfrís og verður líka í fríi á morgun og svo rennur upp 16 afmælisdagurinn sem er beðið eftir með mikilli eftirvæntingu. Ætli maður hafi ekki verið svona líka, minnir það fannst ég eiginlega vera orðin fullorðin þegar ég varð 16 ára. Datt í það og ældi heil ósköp eftir að hafa drukkið kaftein morgan í mix (bragðaðist eins og grænn klaki), úff gleymi því aldrei var við vegamótin að Tjörn þegar maginn gerði uppsteyt....halleljúa Brynjan mín ætlar ekki að gera það heldur bjóða nokkrum vinkonum í mat og ég flyt að heiman og leyfi þeim að vera hér einum, einhver sem vill mig í heimsókn nei býst ekki við því Ekki búin að kaupa gjöfin en var búin að ákveða hvað ég ætlaði að gefa henni og ætlaði að dekstra hana smá á föstudag, en það klikkaði þar sem það er eitthvað fótboltamót í MA og þar verður hún til kl 17 og svo klipping eftir það. En ég finn kannski bara eitthvað annað eða leyfi henni að ráða hvenær ég dekstra hana......
Ég fer í klippingu á föstudag kl 15 og ekki veitir af og þá þarf ég að vera búin að ákveða hvenær ég ætla að mæta með genin í jólaklippingu því "Íris mín" eins og Katla segir, er farin að bóka það.
Núna er litla genið búin að setja bastkörfu á hausinn og skipar mér að syngja afmælissönginn fyrir sig þar sem hún eigi afmæli, "nei Katla mín þú átt ekki afmæli í dag" "Víst mamma á ég afmæli" hahaha svekkelsi að hún á aldrei afmæli alltaf bara einhver annar í leiksskólanum haha...verður að fá smá pakka þegar Brynja á afmæli....Brynja gaf henni samt smá pakka á föstudaginn sem innihélt púsl og var litla genið alveg í skýjunum með það.
Vinaviku lauk á föstudaginn en allt í einu birtist hér myndarpiltur með pakka og blóm til mín frá leynivini mínum, bodylotion, sturtusápu og kerti og svo fyrrtalin blóm. Veit hver vinurinn minn er og hún er bara yndisleg kona:) Knúsa hana við tækifæri....Takk Palla mín::)
Vaknaði í nótt, rennsveitt eftir að hafa dreymt þvílíkt rugl og var með 9 kommur þegar ég mældi mig í morgun, gúllaði í 2 tbl paratabs og skundaði svo til vinnu, finn núna að hálsinn er að verða alveg helaumur á vanda til streptokokka þannig að mér finnst þetta líkjast því en ætla að láta á þetta reyna aðeins lengur, bara nenni ekki að hanga hérna heima lasin, en geri það frekar en að hætta á að veikja gamla fólkið mitt.
Best að hætta þessu rausi og væli og fara að sinna geninu
OFURsjúlli kveður skárri í skapi en í gær
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:24 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.