7.11.2009 | 23:33
Allt og ekkert
Bara næstum komin jól já það styttist. Gaman að því, leyfði stóra barninu mínu að henda upp tveimur seríum í dag, litla barninu til mikillar gleði. Ágætt að fara að lýsa aðeins upp skammdegið. Enda var Brynja varla búin þegar Pólverjarnir í húsinu á móti voru búnir líka að henda upp, alltaf þarf einhvern einn til að byrja:) Við erum vanar því mæðgur að vera fyrstar því við vorum alltaf langfyrstar á munkanum enda mikil jólabörn hér á ferð.
Helgin þýtur áfram eins og alltaf, finnst ég nýbyrjuð í fríi en það er jú alveg að koma sunnudagur og ég að verða 37 ára *hnuss* en það er góður aldur engu að síður. Vildi samt alveg vera 27 ára ennþá:)
Brynjan mín fer í fimmta ökutímann á þriðjudag og er þá hálfnuð með þá tíma sem hún þarf til að mega fá æfingaleyfið, fer svo eftir rúma viku í ökuskólann það bóklega og voila þá bara getur maður látið hana keyra hægri vinstri. Henni gengur ljómandi vel í ökutímunum og er farin að leiðrétta mig þegar við erum að keyra, verð líklega ekki efnilegasti leiðbeinandinn haha. Þarf að fara með ökukennara einn tíma áður en hún fær æfingaleyfið verður gaman. Hún stendur sig alveg eins og hetja í skólanum brillerar með mjög góðar einkunnir og er dugleg að læra, enginn fótbolti núna þannig að hann tekur ekki tíma, en held hún sé að spá í að losa sig undan vinnunni og athuga hvort hún fái ekki einhverja aðra vinnu eftir áramót sem er á betri tímum fyrir hana. Hentar ekki alveg nógu vel með boltanum. Eins finnst mér nú fúlt ef hún þarf að missa af árshátíðinni sinni vegna vinnu, vildi að eigandinn reddaði henni en það kemur í ljós.
Fórum aðeins í húsasmiðjuna í dag og þar missti Katla sig í jólafíling mikið að skoða og fannst henni þetta alveg óhemju gaman að skoða þetta allt. Annars búin að vera rellin um helgina og held ég að hún sé að taka jaxla allavega kveinkaði hún sér þegar ég þreifaði góminn á henni. Vona að það líði hjá sem fyrst.
Ég ætla ekki að geta losað mig við kvefið sem ég er búin að vera með á fjórðu viku og er eiginlega alveg komin með nóg en hlýtur að vera að fara trúi ekki öðru.
Ætlaði að fara að mála loftið á ganginum og gerði allt klárt en fór svo í smá pásu og nenni ekki að mála, sé til hvað ég geri á morgun dúddamía þetta loft er hausverkur því það er svo erfitt að mála uppfyrir sig í svona skörðótt loft en það kemur að því. Síðan fer ég í að láta gera vegginn og rafmagn og þá verð ég líklega komin á hausinn.
Best að fara að sofa bara í hausinn á sér já eða lesa
OFURsjúlli kveður alveg að verða 37 ára
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
fáðu álskaftið mitt til að mála loftið, annars er ég til í að koma og hjálpa þér, stelpurnar geta skottast hjá pabba sínum á meðan. Svo þarf ég að mála mitt líka, gætum kannski haft vinnuskipti, ég hjálpa þér ef þú hjálpar mér ;) Spáum í það núna í vikunni, gætum tekið kvöld í það hjá þér, ef GRH kæmi og væri hjá systrum. kv H
Herra Hildur (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 10:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.