Lífið í Smáranum

Maður er bara alveg hættur að nenna að blogga, skil þetta ekki. Margt annað að gera reyndar þannig að það er bara af því góða held ég.

Brynja var að ljúka prófum með stæl eins og venjulega 4 x 9 og 3 x 8 klikkar aldrei þessi stelpa. Æfir stíft með Þórsurum núna enda tímabilið að byrja og þá er nú þörf á að vera í toppformi. Vildi að ég væri í 1/10 af því formi sem hún er;)

Ég bíð eftir því að komast í ristilspeglun, þoli afskaplega fátt í maga, nema bara helst þá vatn og léttar súpur, get ekki borðað hrátt grænmeti eða ávexti, né heldur grófmeti annað og ekki mjólkurvörur. Borða samt alltaf eitthvað af þessu þar sem annars væri ég dauð úr hungri ;) Borða mínar pillur og vona að ég komist fljótlega að, ætla annars að hafa samband á Húsavík og athuga hvernig staðan sé þar kannski auðveldara að komast þar að veit ekki. Rosalegur biðtími hér virðist vera. Held mér í vinnu með herkjum en sumir dagar eru verri en aðrir, líka bara að vita ekki afhverju þetta stafar það veldur mér óróa.

Katlan mín var að koma frá pabba sínum í dag hress og kát að vanda, vorum hér með handboltapartý í dag og bara gaman. Er voðalega dugleg í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur. Þær systur stefna á sundferð í vikunni og hún er á límingunum yfir því. Svo ætla þær Brynhildur Sól að fá að gera tilraun til að gista saman hér hjá mér um næstu helgi og það er verið að plana hvað á að borða og fleira;) 

Ragnhildur Sól fékk að gista hjá Móu sinni um helgina og höfðum við það bara verulega kósý, vorum temmilega latar og borðuðum temmilega mikið af nammi og svona ;)

Mikið að gera í vinnunni og maður er stundum bara feginn því maður fær þá vissu um að maður er ekki að missa vinnuna.

Nenni ekki að skrifa meira enda má maður ekki vera of kjaftaglaður svona eftir langa pásu

OFURliði kveður  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband