Lífið og Icesave hjá Liðanum:)

Árið byrjar svona stórvel hjá okkur mæðgum, fyrst ég í endalausum veikindum sem sá loks fyrir endann á. Þá fær litla barnið flensuna og búin að vera með hita í 5 daga og mikið ofaní sér og vesen. Fórum til Andreu barnalæknis í gær og hún tók strok úr klobbanum hjá Kötlu til að útiloka strepthokokka þar, Katla vildi ekki leyfa henni að hlusta sig né skoða hálsinn þannig að það kemur í ljós bara en hún er með surgandi andardrátt og hóstar mikið, vonandi nær hún þessu upp. Hún fékk nettan hitakrampa í fyrrinótt en þá var hún komin með 40,2 gráður og meðvitund lítil sem engin, hef ekki séð hana svona lasna greyið litla, þorði ekki að sofna fyrr en ég sá að hitinn fór lækkandi. Nóttin í nótt var 4ra tíma svefn en hún fann svo til einhversstaðar en vildi ekki segja það en það lagaðist loks fyrir rest. Tókum svo þvagprufu í morgun og pabbi hennar fór með hana. En enn er hún ómögleg með minni hita samt. Úff vona svo að þetta fari að lagast...

Icesave kosning á morgun og enginn vafi hjá liðanum hvar krossinn fer, segi nei enda illa menntuð og of ung til að kjósa rétt miðað við það sem maður hefur heyrt. Búin að fá þvílíkar blommeringar vegna þess að ég ætla að segja Nei að mér finnst þetta með ólíkindum. Afhverju hef ég ekki gáfurnar til að kjósa rétt þó svo að ég sé ekki með háskólapróf og bara 38 ára? Og afhverju má ég ekki bara segja Nei án þess að einhver Jón úti í bæ sé að blommera það. Er ekki enn örugglega lýðræði á klakanum þó svo að einhverjir vilji auðvitað gera landið að Kúburíki og stefnir allt í það og klárlega ef samningar verða samþykktir þá hætti ég að skrá mig með ríkisfang á íslandi og skrifa bara Kúba. Já svona er þetta allir hafa sína skoðun og það merkilega er að allir hafa rétt á henni ennþá allavega.

Ég ætla að láta þetta nægja að sinni og fara að horfa á Emil og grísinn með henni Kötlu sem hreinlega elskar Emil enda blundar í henni lítill Emil ójá

Eigið góða helgi þið sem rennið yfir þetta rugl í mér

Yfirliði kveður over and out 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband