aðventan er tíminn

Var búin að gleyma þessari bullsíðu minni, sem betur fer kannski fyrir fólk;)

Jólin á næsta leyti og ég held svei mér þá að ég hafi aldrei verið svona tímalega með allt, búin með allar jólagjafir, eina sem er eftir er að klára jólakortin en það er í vinnslu svo það kemur;)

Fór með pabba gamla í gær eða við Katla og keyptum með honum allar jólagjafir, pökkuðum inn og skrifuðum á jólakortin fyrir hann.

Fékk gefins rjúpur frá vini vinar á gömlu Hú, alltaf gott að eiga góða vini sem redda manni með jólasteikina en eins og venjulega verð ég með hamborgarahrygg líka þar sem stelpurnar borða ekki rjúpur. Pabbi, Hildur og dætur verða hjá okkur á aðfangadagskvöld og svo erum við hjá pabba í hangikjeti á jóladag eins og alltaf síðan hann flutti hingað;) Gaman að því, Brynja mín ætlar svo að skella sér á Krókinn á milli hátíða en vera hér held ég á áramótunum, en Katla verður hjá pabba sínum á áramótunum. Ég er sem betur fer algjörlega í fríi um hátíðirnar í fyrsta skipti í MJÖG mörg ár, enda vann ég í fyrra bæði aðfangadagskvöld og jóladagsmorgun og hugsa að ég geri það líka næsta ár þar sem ég verð ein þá;)

Rakel hans Eyþórs er að koma á þriðjudaginn og Katla mín orðin verulega spennt að hitta systurina sína, fékk Rakel til að kaupa stóran hluta jólagjafanna fyrir mig úti og munaði það verulega miklu í verði en hún kemur með þær þegar hún kemur. Óþolandi hvað allt er dýrt hérna á klakanum.

Ætlum að eiga Þorláksmessu í kósý en ég er að vinna fram að hádegi og Katla verður á leikskólanum fram að því og síðan verður bara slakað á, rölt í bæinn og kósað með systur og dætrunum okkar öllum:) Ætlum að vera búnar að skreyta allt nema jólatréð það verður skreytt á þorlákskvöld í rólegheitum;)

Elska þennan aðventu og jólatíma en skil fólk sem kvíðir jólunum þekki því miður allt of marga sem liður þannig, bæði vegna fjárhagsáhyggja og hafa varla pening til að kaupa mat eða jólagjöf handa börnunum og vilja ekki leita sér aðstoðar því mörgum finnst það skammarlegt og ég skil það því ekki myndi ég sjálf gera það. 

Katla mín er búin að vera slæm í hálsi og alltaf að ræskja sig, hrýtur mikið og sefur frekar illa, föl og fár, en ekkert lasin samt alltaf mætt á leikskólann. Fórum loks með hana til Friðriks háls-nef- og eyrna og hann ætlar að taka úr henni háls- og nefkirtla 4 janúar nk. Úff við foreldrarnir pínu með í brókinni yfir því en vonandi gengur það bara vel. Ætla ekki að segja henni það fyrr en bara rétt áður, því hún man hvað mamman fann til þegar þetta var gert fyrir tæpu ári hjá henni haha. Þarf að vera frá leikskóla í næstum 2 vikur og ætlum við foreldrarnir að reyna að skipta því eitthvað á milli annars er ekkert mál fyrir mig að vera í báðar vikurnar nema ég verð líklega orðin geðveik;)

Skelli inn einni færslu fyrir jólin en bið ykkur vel að lifa þangað til næst

Yfirliði kveður með aðventukveðjuW00t 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband