Útrás

Samt ekki erlendis heldur útrás fyrir blaðrið í mérHappy Er að æfa mig í að hekla hérna, rifja upp og reyna að muna. Ætla nefnilega að fara að hekla mér rúmteppi sem ég ætlaði reyndar að vera byrjuð á fyrir mörgum árum síðan, en nú ætla ég að taka af skarið, man bara ekki alveg hvernig það er gert:) En með góðra kvenna hjálp reddast þetta, kosturinn við að vinna með eldra fólki og kjellurnar mínar eru heldur betur tilbúnar að bjarga mér. Ein sem framleiðir svona teppi liggur við, gerir svo mörg sagði við mig í dag að næst þegar ég kæmi að baða sig skildi hún sýna mér hvernig þetta væri gert, nú svo væri ég alltaf velkomin í kaffi með heklunálina mínaW00t Svo gott þetta lið mitt.

Leiðindi í sjónvarpinu, Oprah sem er sýnist mér sem er að fjalla um...tja ég veit ekki, nenni ekki að horfa. Fórum í dag til Hillu pillu og voru Katla og Brynhildur að leika sér úti á tröppum eiginlega allan tímann, svo kom Arna frænka þangað en hún ætlaði að gista í nótt hjá henni með Rakeli dóttur sína sem á svo að fara í aðgerð á morgun já svona er þetta. Jú var að fatta um hvað Oprah er "á að ræða opinskátt um kynlíf" já sæll, ætti kannski að horfa múhahahhah.

Jamm jamm hef ekkert að segja bara varð að skrifa eitthvða smá því ég nenni ekki að æfa mig meira í hekla, nenni ekki að horfa á Despó (þá reyndar er ekki alveg í lagi með mig) s.s. nenni bara engu. Spurning um að fara að sofa á mínum græna eyra og hætta þessu þusi hérna.

Sjúlli kveður og ætlar að verðaW00t ofursjúllatrukkasjúkrabílstjóri og geri aðrir betur:) 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður Sigfúsdóttir

Sæl og blessuð Erna mín ég get líka kennt þér að hekla

Ragnheiður Sigfúsdóttir, 18.3.2009 kl. 22:14

2 identicon

Kannast við þetta með gömlu kellurnar og handavinnuna, er núna með bunka og það stóran af hekl blöðum sem ein konan "mín" á og þetta er eins og að komast í gull, hrikalega mikið af flottum uppskriftum í þessum gömlu blöðum

Erla Björk (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 23:09

3 Smámynd: Lára Bryndís Eggertsdóttir

Jesús gangi þér vel með rúmteppið ég held að ég mundi í mesta lagi treysta mér í "koddateppi"

Lára Bryndís Eggertsdóttir, 19.3.2009 kl. 10:49

4 Smámynd: Anna Ruth Antonsdóttir

Hæ Erna

Mér líst vel á þetta með heklið það er bara skemmtilegt þegar maður er komin upp á lagið...þú verður fljót að ná því engin spurning.... þetta sem þú ætlar að verða ofursjúllatrukkasjúkrablílstjóri..... líst bara nokkuð vel á það... eru góð laun...?? kveðja Anna Ruth ( þessi sem er að blogga sig í hel )

Anna Ruth Antonsdóttir, 19.3.2009 kl. 10:59

5 Smámynd: Móðir, kona, sporðdreki:)

Ragnheiður - á eflaust eftir að koma hálfgrátandi með heklið til þín og biðja um aðstoð er agaleg í þessu:)

Já gömlu konurnar okkar eiga marga gullmolana í sínum fórum Erla, maður getur gleymt sér hjá þeim í vitjunum.

Lára - ég hef fulla trúa á þér tja eða svona jafn mikla á því að þér gæti tekist að gera rúmteppi og ég, og miðað við orkuna í þér þá myndir þú hekla 3 á meðan ég væri að druslast með eitt::)

Anna - gaman að skjá þig:) Ofursjúllatrukkasjúkrabílstjóri, á eftir að fara í kjaraviðræður varðandi það mál, en gæti orðið sæmilega borgað:) Ertu með?:) 

Móðir, kona, sporðdreki:), 19.3.2009 kl. 15:12

6 Smámynd: Lára Bryndís Eggertsdóttir

Haha ég myndi byrja á 3 í einu en ekki klára neitt þeirra ;)

Lára Bryndís Eggertsdóttir, 20.3.2009 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband