Ef maður gæti bara breytt því sem búið er ;(

Komin niðurstaða vegna magaspeglunar og hún er að ég er með vélindabakflæði, slímhúðin orðin mjög viðkvæm greyið. Veit ekki hvað verður gert við þessu, á að forðast vissar matartegundir, má ekki drekka kaffi nema í mjög litlu magni, ekki borða súkkulaði, ofl.ofl. þetta er bara það sem mér finnst verst;) En líklega heyri ég betur um það hvað hægt sé að gera frá heimilislækni, meltingarsérfr. skildi bara eftir skilaboð í talhólfinu mínu!!! en hlýt að heyra meira, kyngingarörðugleikarnir stafa t.d. af þessu...en vonandi verður þetta bara í lagi.

Vildi stundum að ég gæti bakkað aftur um nokkur ár, og breytt vissum hlutum en því miður er það ekki hægt og þá er bara að sætta sig við það sem maður getur ekki breytt. En það getur verið erfitt dúddamía sérstaklega þegar maður er búinn að uppgötva hvað maður hefur gert rangt. En eins og ég segi svona er lífið bara og líklega er manni ætlað að læra eitthvað á þessu og vissulega hef ég lært á þessu en vildi samt að ég hefði ekki þurft þetta til.

Katla er búin með lyfjaskammtinn sinn og er mikið hressari en samt er eitthvað hjá henni sem truflar mig, en verð bara að vera spök og bíða og sjá. Andrea barnalæknir er farin í 4 mánaða frí þannig að ég krossa bara putta að hún sé orðin góð. Brynja er búin með sinn skammt og bara orðin góð líka þannig að þetta er allt í áttina.

Brynjan mín náði bílprófinu með glans eins og við var að búast, óheppin að það kom snjór kvöldið áður en hún tók prófið en hún brilleraði engu að síður gerði bara 3 klaufavillur eins og kennarinn hennar sagði, hefði aldrei verið felld með þessar villur svo smálegar voru þær;) Hún er frábær, má svo keyra á miðnætti 27 okt en getur farið í skólann á bílnum sínum á afmælisdaginnLoL Skrýtið hvað tíminn líður man svo þegar hún fæddist hvert smáatriði enda þægileg og góð fæðing, akkúrat andstæðan við það þegar ég eignaðist Kötluna mína. Bara gott að upplifa hvort tveggja:)

Við erum bara í leti hérna núna við mæðgur, með kerti og kósý, en þarf greinilega að fá einhvern til að skoða fyrir mig ofnana hér því mér finnst kalt. Finnst alveg fáránlegt þegar ofnar eru settir undir gluggakistur og hitinn skilar sér alls ekki nógu vel út í íbúðina, þegar og ef ég verð rík eða næ að halda þessari íbúð, þyrfti ég að láta breyta þessu;) En núna einbeitir maður sér að því að lifa bara ekkert auka umfram það.

Jólin á næsta leyti, við Katla skutumst aðeins niður í Rúmfó í gær og þar var komið hellingur af jóladóti,Katla missti sig alveg og vildi kaupa, kaupa, kaupa, en fékk bara jólablýanta og eitt kerti;) Úff fer ekki þarna í bráðina. Aðventan verða mín jól, ætla að njóta hennar í botn og vinna svo jólin. Næstu jól verða allt öðruvísi ójá;) Þá verð ég í fríi og báðar stelpurnar hjá mér ef ekkert breytist:)

Best að fara að horfa á tv með litla barninu og prjóna jólagjafir á litlu frænkurnar mínar

OFURliði kveður með smá hnút í mallanum 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband