Allt og ekkert;)

Fjögurra daga helgarfríi að ljúka og svei mér ef mig langar ekki í vinnuna aftur. Búið að vera töluvert álag undanfarið en fer vonandi batnandi nú ef ekki þá verður maður að skoða málið bara. Ekki bara að maður hafi verið skertur peningalega heldur líka er meira álag bæði andlega og líkamlega sem endar bara á einn veg og það er með auknum veikindum það hefur sýnt sig að það skilar sér einungis á þann veg.

Mási bró datt hér inn í gærkvöldi og stoppaði góða stund, alltaf gaman að spjalla við hann, þeir félagar hann og Eyþór voru búnir að vera að grandskoða fugla hér í nágrannasveitum og að sjálfsögðu að festa þá á filmu;) Fyndið einu sinni voru þeir báðir sjúkir í að skjóta fugla en nú hefur sá áhugi minnkað hjá þeim báðum og nú er myndavélin það eina að mestu sem þeir skjóta afLoL Sem er flott nema þá fær maður hvorki rjúpu né gæs DAMN.

Katlan mín búin að vera í fríi með mér þessa 4 daga og bara gaman að því. Fórum út á snjóþotu í gær og í dag og skemmtum okkur konunglega og hlógum mikið. Sérstaklega fannst henni gaman þegar mamman brá undir sig rassinum og dúndraðist af stað á þotu niður brekku, hélt að hún myndi hreinlega deyja úr hlátri, en það dó ekkert hjá mér nema þá kannski rassinnW00t hún er eitthvað ekki góð, en Andrea er farin frí þannig að það er ekki svo margt sem maður getur gert í einum grænum, ætla að sjá hvernig hún verður þangað til hún fer til pabba síns á miðvikudag en maður verður annars að fara með hana og láta taka strok aftur, kæmi mér ekki á óvart þó kokkarnir væru enn í fullu fjöri.

Brynjan mín fær prófið á fimmtudaginn og er ég pínu stressuð þar sem hún hefur aldrei keyrt í snjó en við ætlum að æfa aðeins á miðvikudaginn og svo fer hún bara varlega.

Heimsótti Sollu fermingasystir um helgina og þegar við hittumst þá er það alveg 3 tíma spjall næstum því og bara gaman, stelpurnar léku sér og við spjölluðum, alltaf gaman að því. Þeim semur líka svo vel stelpunum að það er bara gaman.

Ég er með endalausar pælingar um framtíðina, veit ekki hvar það endar en vonandi einhversstaðar, veit hvað mig langar að gera en það er svolítið erfitt að gera það þar sem ég er bara ekki alveg ein, og ég get bara ekki hlaupið í burtu. En kannski hægt að finna lausn á því.

Var spurð spurningar um helgina og mér til mikillar depurðar gat ég ekki svarað henni, yfirleitt verð ég ekki kjaftstopp en núna varð ég það og það kom mér verulega á óvart. En það er víst annarra að svara þessari spurningu......*röfl* enginn sem skilur hvað ég er að fara;)

Best að fara að sofa hjá litla barninu sem hóstar eins og enginn sé morgundagurinn

YFIRliði kveður pælandi 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband