Jólin bara búin tja hratt gengur það

Ótrúlegt finnst ég hafa verið að skreyta hérna bara í gær en auðvitað stenst það ekki:) Búin að troða jólunum í kassa, nema seríum úti og inni þær fá að hanga þar til um helgina:) Svolítið tómlegt eftir að allt er farið en samt finn ég fyrir létti bara að vera búin að þessu.

Ísland á leið til andskotans halda sumir, ég held að klakinn sér bara í góðu lagi enn sem komið er, hef ekkert vit á þessu Icesave dæmi en er ánægð með að forsetinn virðir lýðræðið og ég er líka ánægð með ríkisstjórnina hvað sem öðrum finnst. Vona að allt fari samt ekki að hækka, bensínliterinn er nú kominn í 190 kr og það bara er yfirdrifið nóg og alltof mikið takk fyrir og góðan daginn.

Katla er hjá pabba sínum kemur svo á morgun en verður aftur hjá honum um helgina. Rakel Ýr er að fara á morgun og það á eflaust eftir að vera söknuður í þeirri stuttu sem eðlilegt er. Vona bara að sú stóra komi aftur í sumar, hef svo sem ekki mikið séð af henni enda nóg að gera með pabba sínum og vinkonum.

Er enn haugkvefuð, og næ engan veginn að hósta þessu ógeði upp en það kemur kannski núna þegar kuldinn hefur minnkað úti, mjög svekkt því ég get ekki hlaupið á Hafliða svona stútfull af hor en ég ætla að byrja aftur um helgina bara rólega. Brynjan mín er á æfingu og þess á milli hamast hún við að lesa undir próf en fyrsta prófið er á mánudag og síðan hvert á fætur öðru úff þetta er svo strembinn tími.

Búin að prjóna töluvert undanfarið, vettlinga á mig, vettlinga á Kötlu er að byrja á húfu á Brynju og svo ætla ég að prjóna kjól eða pils á mig á eftir að finna einhvern sniðugan. Vantar núna prjóna til að geta byrjað á húfunni hélt ég ætti en ég s.s. hélt vitlaust:) Ætla svo kannski að prjóna vettlinga á Sólirnar úr lopa eins og ég gerði á Kötlu en sé til, finnst nú frekar leiðinlegt að prjóna vettlinga en maður er ótrúlega fljótur að því, maður prjónar par á kvöldi auðveldlega:) Sérstaklega ssvona litla

Ætla að fara að leggja á borð er að bíða eftir stóra geninu verðum nú að borða saman á þrettándanum

OFURsjúlli kveður hóstandi 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Púff var farin að halda að þú hefðir alveg dottið upp fyrir og fest þig þar.

Gott að heyra frá ykkur Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir gamla.

Ragna (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 21:49

2 identicon

fara að skrifa og skrifa.....

hillla (IP-tala skráð) 15.1.2010 kl. 02:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband