Handbolti er lífið

Mikil veisla framundan að horfa á EM í handbolta ætla sko ekki að missa af leik, klárt. Fylgist núna með á mbl leik ísl-frakka og eru þeir alveg að standa í núverandi heims- og ólympíumeisturum...gaman gaman:)

Fínt að frétta lífið gengur sinn vanagang, gott þegar rútínan kemst aftur á, verður einhvernveginn allt svo miklu einfaldara og maður sjálfur afslappaðri. Við Katla skunduðum í göngutúr í kerrunni í morgun í töluverðri hálku en endaðum hjá pabba og fórum svo heim aftur.

Katla er orðin mjög spekingsleg í tali og skammar mann stundum eins og harðfisk, er að læra að fara eftir fyrirmælum í leiksskólanum og segir stundum við mig ef henni finnst ég eitthvað erfið, "mamma þú verður að fara eftir fyrirmælum" haha bara snillingur. En hún fékk svona spjald á föstudaginn þar sem á stóð að hún hefði staðið sig rosalega vel í að fara að fyrirmælum í útivist og var hún mjög stoltLoL

Ása Birna fyrrverandi mágkona mín kom hérna í heimsókn á föstudaginn og var gaman að sjá hana, ekki hitt hana síðan á fermingunni hennar Brynju, klikkaði á að koma með litla guttann sinn með sér en ég fæ kannski að sjá hann í sumar:)

Brynja er á fullu að læra undir próf og verður ábyggilega mikill léttir á föstudaginn en þá er síðasta prófið og ég er  100% viss um að þessi elska  stendur sig fullkomlega eins og alltaf, bara hennar stíll:) Er að fara að keppa í dag og ætlaði ég að fara og horfa en ætla að sjá til hvernig Katla verður, ef hún sefur getum við farið en ef ekki þá komumst við ekki...

Var svo hrikalega þreytt í gærkvöldi leið eins og ég væri að veikjast en fór snemma að sofa og vaknaði nokkuð hress nema með hálsríg enda var ég í sömu stellingu og ég sofnaði í þannig að ekkert skrýtið. Er enn með mikið oní mér eftir bronkítis dæmið um jólin og orkulaus og ætla ég að sjá hvernig næsta vika verður annars verð ég að fara og kíkja á Val minn heimilslækni, næ bara ekki að hósta þessum vibba upp.

Solla datt hérna inn eitt kvöldið og spjölluðum við mikið og drukkum mikið af sterku kaffi enda ætlaði ég aldrei að ná að sofna haha en það var mjög gaman, þó svo maður búi í sama bæ þá hittir maður hana ekki of oft, ég ekki dugleg að drífa mig eftir vinnu í heimsókn  eða á kvöldin og svo bara er fólk í vinnu og allavega og hefur hreinlega nóg með sig, en ég ætla að drífa mig til hennar fljótlega:)

Ætla að kíkja á stöðu leiksins og fara svo að perla með litla barninu

OFURsjúlli kveður 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir góða kvöldstund Erna mín. Ég var líka lengi að ná að sofna en það var alveg þess virði:-)

Við höfum það kannski bara rauðvín næst... þá sofnum við betur!

Solla (IP-tala skráð) 18.1.2010 kl. 15:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband