3.2.2010 | 22:05
Herre gud........
Maður er algjörlega hættur að nenna þessu bloggi eiginlega, en best að bæta aðeins úr því og blaðra frá sér það litla vit sem eftir er í hausnum á manni.
Talaði við hann frænda minn áðan sem er kominn af gjörgæslu og á almenna deild á lansanum, laus við lungnabólguna þannig að það er gott en fer svo á Grensás hið fyrsta. Var gott að heyra í honum röddina og spjalla aðeins við hann, hann er dugnaðarstrákur og algjör hetja í mínum augum þessi drengur... Erfitt verkefni framundan en hann tæklar það með góðra manna hjálp.....Talaði líka við hann Brósa minn en familian er alveg fyrir sunnan til halds og trausts fyrir strákinn og veitir ekki af::)
Annars gengur lífið hjá okkur mæðgum sinn vanagang, mér tekst bara engan veginn að losa mig við sýkingar ýmist í hálsi, eða ennisholum, kvef og viðbjóð. Ætla að fara að vinna í því að láta rífa úr mér hálskirtlana sem er handónýtir og búnir að vera lengi og eru líklega að viðhalda þessum sýkingum endalaust. Var að klára kjól á Kötlu, hef aldrei prjónað kjól og var ekki með uppskrift þannig að miðað við það þá er ég nokkuð sátt á eftir að þvo hann og ganga frá endum og þá kemur almennilega í ljós hvort hann virkar fullkomlega. Er byrjuð á ermunum á minn kjól og Brynja er svo komin með ósk um eina peysu sem ég ætla að renna í gegn með mínum kjól, þetta er svo gaman:) Er búin að kaupa garn sem ég ætla að prjóna pils á Kötlu úr og líka peysu ekki búin að ákveða hvernig samt:)
Brynjan mín stóð sig eins og áður segir eins og hetja í prófunum og bætti einni 8 í hópinn þannig að þetta urðu 5 áttur, 1 nía og 1 tía og sem fyrr geri aðrir betur Hún hamast enn sem fyrr í fótboltanum og ræktinni sem bættist við nú í vetur og leggur sig fram við þetta, erum ekki mikið búnar að keyra, eigum ekki skap saman í það eiginlega en verðum að leggja það til hliðar og spýta í lófanum og bruna af stað Eyþór bauðst til að fá æfingaleyfi á sinn bíl og bruna með hana eða jafnvel taka hana bara í æfingaakstur á Polo, hann hefur nefnilega þolinmæðina haha annað en ég:)
Katlan mín er sami snillingurinn og venjulega, fær mikið hól á Holtakoti fyrir dugnað og gleði alltaf, var að byrja í danskennslu í dag og henni fannst það svo skemmtilegt að það hálfa var nóg. Annars hefur hún verið mikið kvefuð undanfarið og er með ljótan hósta þegar hún er sofnuð en ekkert lasin eða svoleiðis, fer svo til pabba síns um helgina og ég að vinna þannig að það er ljómandi. Kemur með gullsetningar svo maður veltist um af hlátri annaðslagið, er búin að fatta að smjaður færir henni ýmislegt haha og notar það óspart, er farin að dunda sér alveg heilmikið bara ein og getur púslað eða teiknað heillengi án þess að múkki í henni, vill samt vita af manni í nálægð:)
Vorum eitthvað að spjalla og ég var að segja henni að Mási frændi væri í Reykjavík því strákurinn hans hefði meitt sig í fótunum og þyrfti að æfa sig mikið og þá stökk hún á fætur og náði í Áfram Latibær DVD og ætlaði sko að lána honum svo hann gæti æft sig haha bara snillingur. Leikur mikið við snúð og breiðir ofan á hann teppi og gefur honum að súpa, þrífur ímyndaðan kúk af rassinum á honum og fleira og kötturinn lætur þetta allt yfir sig ganga haha snilld.
Þannig að sem betur fer er allt gott hjá okkur bara þrátt fyrir allt og verður svo vonandi áfram.
Best að fara að horfa á síðustu seríuna af Despó sem ég bara varð að fjárfesta í, eigum nebbilega allar hinar:)
OFURsjúlli kveður sáttur í bili allavega
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
ég gæti nú tekið frænku í æfingaakstur á Polo og eins er velkomið að fá æfingarleyfi á Terrano ef hún vill. Hefði bara gaman að því, held við getum alveg átt skap saman, með að ég slaka á og læt hana bara keyra, svo kemur í ljós hvert hún keyrir....hohohohoh
Hilla (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 23:31
Gott að heyra að allir eru kátir miðað við aðstæður.
til hamingju með Brynju og líka Kötlu því báðar eru þær frábærar á sinn hátt.
Gangi ykkur vel
Kveðja Ragna
Ragna (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 12:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.