16.2.2010 | 22:15
Sprengidagur hvað......
Öskurdagurinn á morgun og eins og góðri móðir sæmdi þá var ég að klára að græja búning á litla genið. Hún átti prinsessukjól sem pabbi hennar keypti handa henni fyrir einhverju síðan og hún hefur notað þegar hefur verið búningadagur á leiksskólanum. Mamman var svo smámunarsöm að henni fannst barnið nú ekki geta farið alltaf eins (maður er klikkaður skiptir barnið engu máli) svo saumavélin var munduð, settar blúndur hér og fjaðraskraut neðst á kjólinn og hann fékk algjörlega nýtt lúkk og tók ekki langan tíma. Sniðugt, allavega er ég ofsa montin með árangurinn. Man að þegar Brynja var lítil þá fannst mér þetta alltaf mjög skemmtilegur tími, sérstaklega þegar hún fór á þann aldur að vilja vera eitthvað annað en jasmín, eða einhver önnur prinsessa. T.d. þá saumuðum við mamma í sameiningu á hana klappstýrubúning og bjuggum til svona skúfa sem hún hristi fram og tilbaka, bara flott:)
En það kemur inn mynd af Kötlu síðar:) Fór til Erlings háls-nef og eyrnalæknis í gær og kom í ljós að ég er komin með miklar bólgur í slímhúð í andliti af langvarandi kvefi og smettið stútfullt (sem ég svo sem vissi miðað við snýtingar á mínútufresti). Hann setti mig á 6 mánaða steraúðakúr og svo sterk sýklalyf í eina viku og síðan ætlar hann að taka háls-nef kirtla og bora inn í kinnbeinsholurnar og ryksuga út s.s. 8 mars þannig að ég hef 3 vikur til að deyja úr kvíða. Þetta er víst ekkert skemmtilegt en verður víst að gerast annars verð ég kvefuð þar til ég drepst og hananú. Verð frá vinnu í 2 vikur og verður bara að hafa það. En dúddamía hvað mig kvíðir fyrir, svo fór hann að lýsa fyrir mér blæðingahættunni og það er akkúrat hennar vegna sem ég hef ekki þorað fyrr í þessa aðgerð og þvílík lýsing sá fyrir mér hlutina eins og í sláturhúsi haha enn á ný er ég klikk sem er svo sem ekkert nýtt Er alveg að sjá fyrir endann á kjólnum mínum sem ég er að prjóna á bara eftir nokkrar umferðir af munstri efst en einhverra hluta vegna nenni ég ekki að prjóna núna þessa dagana, iss og ég sem er að verða búin. Er farin að huga að næsta verkefni sem er peysa á Brynju ekki lopapeysa samt því hún er eins og ég á mjög erfitt með að vera í lopa nema kannski stutta stund. Síðan verður það kjóll á Kötlu og ég hugsa að ég verði að möndla þetta tvennt svona í einu. Kláraði sokka á unglinginn um helgina og á eftir að kasta í eina góða ullarvettlinga á Kötlu þá er ég endanlega hætt í sokkum og vettlingum. Gaman að þessu. Langar að fara að fikra mig líka meira í að sauma í saumavélinni kjóla og peysur held það sé ekkert mál bara ef maður byrjar:) Gerði töluvert af því sem unglingur og þegar Brynja var lítil en ekkert í seinni tíð
Brynjan mín er í vörutalningu núna fyrir Rúmfatalagerinn, gæti verið að þær þurfti að fara að borga æfingagjöld þar sem er hart í ári hjá öllum íþróttafélögum út af þessum ræflum sem settu Ísland á hausinn gæti lamið þetta lið.
Ekkert saltkjöt hér í kvöld, þar sem Brynja var ekki heima nennti ég ekki að elda handa okkur Kötlu tveim þar sem Katla fékk líka saltkjöt í hádeginu, en átum samt yfir okkur af vínberjum, jógúrt og bollum síðan í gær. Saltkjötið verður bara á morgun í staðinn Ekkert heilagt í þessum efnum
Best að fara að kasta sér fyrir framan tv í smá stund eða dást að sköpunarverki mínu s.s. kjólnum er ógó montin með hann
OFURsjúlli kveður kannski bara OFURmamma líka
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Jahá bíð eftir myndum af prjónaverkinu.
Það er mitt aðaláhugamá um þessar mundir.
En saumavélin er líkagóð og fljótlegar að búa til flíkur í henni heldur en með prjónunum.
Kveðja Ragna
Ragna (IP-tala skráð) 17.2.2010 kl. 12:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.