21.2.2010 | 22:13
Til hamingju með daginn konur:)
Jebb konudagurinn í dag og í tilefni af því var bakað hér í morgun af konum handa konum og síðan í kvöld fórum við konurnar og fengum okkur pizzu Katlan mín hjá pabba sínum og það er alltaf jafn leiðinlegt að hafa ekki litla krílið, enda væflast maður um og veit ekkert hvað á að gera, hlakka til á morgun að sækja hana á Holtakot og knúsa hana í tætlur... Hér er mynd af snillingnum litla á öskudaginn sem henni fannst algjörlega hrikalega skemmtilegur dagur
Algjör prinsessa þessi krúttsprengja:)
Ég hafði það af að klára peysukjólinn minn og ég er svo montin algjörlega, hrikalega hlýr og góður og þó svo að mig klæji smá undan honum þá á hann eftir að verða mikið notaður. Er byrjuð á peysu á Brynjuna mína en það gengur hægt þar sem það er á mjög fína prjóna ólíkt peysunni minni:) En þetta er gaman hrikalega gaman.
En myndir af henni fara í albúm hérna til hliðar og fleiri myndir fara þangað líka:)
Annars hefur þessi helgi verið óskaplega letileg eitthvað, gónt á tv, prjónað, étið og bara slakað á. Brynjan mín ekki mikið verið heima, fór á krókinn á föstudagskvöldið að keppa í fótbolta með MA, síðan í afmæli á Dalvík í gærkvöldi en hefur verið heima í dag að læra fyrir próf. Fékk að keyra niður á Greifa í leiðindafærð og veðri áðan og gekk svona ljómandi vel hjá henni þrátt fyrir að mamman æpti nokkrum sinnum upp yfir sig þó að ástæðulausu, jamm maður er nottlega ekki mikið kennaraefni
Hef ekkert að segja og ætla því að fara að sofa bara
OFURsjúlli kveður
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Já sko til mín bara mögnuð prjónakelling þetta líkar mér.
Ragna (IP-tala skráð) 21.2.2010 kl. 22:50
Hvaða garn notaðir þú í peysukjólinn?
Ragna (IP-tala skráð) 21.2.2010 kl. 22:51
Takk Ragna. Það er Alfa garn í honum það eina sem ég þoli að vera í lengur en 2 mín vegna stingukláða:) Er í Ýr blaði nr 40:)
Móðir, kona, sporðdreki:), 21.2.2010 kl. 22:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.