25.2.2010 | 22:24
Sixties og stuð
Nú fer að styttast í árshátíð Akureyrarbæjar og í ár er þemað sixties tja nú er að fara að gramsa og finna, hef ekki hugmynd um hvernig þessa blessaða sixties tíska var en maður verður bara að gúggla:)
HAK býður sínu starfsfólki á árshátíðina og held ég að það sé bara nokkuð góð þáttaka fyrir vikið hefði kannski orðið góð engu að síður en allavega er hún góð núna. Verður fyrirpartý í vinnunni og gríðarlegt stuð en þetta er s.s. ekki þessi helgi heldur næsta, verð út úr kú í aðgerð á mánudaginn enn að jafna mig eftir helgina múahhahaha.
Agalega búin að vera eitthvða þreytt þessa vikuna skil þetta ekki, fer vonandi batnandi með hækkandi sól sem reyndar veldur einungis því að maður sér betur allt það ryk sem hér er enda engar gardínur enn komnar fyrir gluggana hjá mér, spurning hvenær í ósköpunum það verður. Ekki von á góðu hjá manni ef ástandið fer ekki að batna í þessu þjóðfélagi kallar á gjaldþrot sýnist mér úff.
Er að dunda mér við að prjóna peysu á Brynju en er asskoti hrædd um að hún sé of lítil en þá verður maður bara að bíta í það súra og rekja ögn upp þýðir ekkert annað, en reyndar er Brynjan mín svo pen að líklega smellur þetta bara á hana.
Ætla að fara að kasta mér í rúmið veitir ekki af, hlakka til kl 14 á morgun komin í helgarfrí og ætlum við mæðgur að vera latar tja allavega ég og minna barnið, unglingurinn verður líklega virkur eins og henni einni er lagið þessari elsku.
Vorum að skoða bíla á netinu áðan þannig að þetta er aðeins að þokast í áttina að bíl, en þarf að ná sér í ögn meiri pening til að geta keypt hann sýnist mér miðað við verð á þeim en pabbi hennar er að skoða þessi mál, kannski dettur hann niður á eðaleintak af bíl á góðum prís hver veit.
OFURsjúlli kveður heavy
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.