7.3.2010 | 22:46
Árshátíð og IceSave
Ekki að þetta tvennt hafi passað eitthvað sérstaklega vel saman, heldur þá var þetta sama daginn bara Fórum s.s. á bráðskemmtilega árshátíð í gær og skemmti mér mjög vel. Byrjuðum á að hittast upp í vinnu alls um 30-40 manns, bæði heimahjúkrun og heimaþjónustan og svo buðum við þeim sem fóru af HAK með okkur þangað bara gaman. Drukkið mikið og mikið hlegið og dansað. Dansaði svo mikið og var mikið stappað á mér að ég er vel marin á báðum ristum.
Voru um 1200 manns á árshátíðinni sem er snilld. Fór í förðum til Heiðdísar Austfjörð og var megaflott að mínu áliti allavega með gerviaugnhár og allan pakkann:) Dagurinn í dag búinn að vera þreyttur, en eiginlega ekkert þunn bara gríðarlega illt í hálsinum þar sem ég sofnaði í einhverri fáránlegri stellingu.
Brynjan mín var komin heim þegar ég kom hún hafði komið um kl 1 en ég kom heim um kl 3. Unnu leikinn og hún spilaði hann allan nema nokkrar mínútur sem er nú nokkuð gott miðað við að vera að fara fyrsta sinn með meistaraflokki. Duglega duglega, fór svo að passa systur sína hjá Eyþóri í kvöld á meðan ég hafði mig loksins í það að þrífa sameignina...:)
Icesave var fellt gott með það og var ég mætt á kjörstað kl 09.03 en fór reyndar aftur um kl 11 með pabba til að kjósa, jájá maður sýnir áhuga svei mér þá.
Er að drepast úr kvíða þar sem ég er að fara í háls-nefkirtlatökuna á morgun og ég held ég hafi aldrei kviðið svona fyrir aðgerð, ekki einu sinni þegar ég fór í nýrnaupphenginuna sem var þó mikil aðgerð. Kvíði því mest að geta ekki borðað í einhverja daga helvítis ofkk en svona er etta bara. Hildur ætlar að keyra mig og sækja mig þegar ég er búin, þarf að borga þetta sjálf og þetta kostar BARA 30 þús díses, maður þarf að borga fyrir að láta meiða sig en þetta verður gott þegar þetta er búið og ég losna vonandi við þriggja ára kvefið.
Ætla að halda áfram að éta fram að miðnætti og þá borða ég ekkert nema græna frostpinna í einhverja daga skilst mér.
Hætt að vorkenna mér og ætla að fara og éta
OFURsjúlli kveður lítill núna
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:51 | Facebook
Athugasemdir
Halló Erna, æ, ég dauðvorkenni þér að þurfa að fara í þessa fjan....... aðgerð. En það hljóta að vera betri tímar frammundan þ.e. eftir einhverja x marga daga. Gangi þér vel og mundu að fara vel með þig, fyrstu dagana á eftir.
kveðja, Kolbrún Pé.
Kolbrún Pétursdóttir, 7.3.2010 kl. 23:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.