Á bágt:(

Ég er ekki glöð þessa dagana, þvílíkir verkir sem fylgja þessari háls/nefkirtlatöku dúddamía. Fyrstu 3 dagarnir voru bara fínir en núna, á bara ekki til orð finn svo til að ég meira að segja felldi nokkur krókódílatár kannski voru þau meira svona "ég vorkenni mér tár" en ég græt ekki oft af sársauka og hananú. En þetta hlýtur að fara að taka enda trúi ekki öðru enda löngu komin með ógeð á klaka og því að drekka eplasafa.

Brynjan mín var aftur valin í byrjunarlið meistaraflokks til að leika á móti Val sem er Íslandsmeistarar gaman að því og mamman gríðarlega stolt. Verð að reyna að fara og horfa á hana leika annaðkvöld, díla við pabba eða Eyþór að koma og sitja hjá litlu þegar hún er sofnuð en ef hún verður ekki sofnuð  þá kemur hún bara með mér ja´ja:)

Brynjan mín var í prófum og stóð sig eins og venjulega rosalega vel var með 9,6 minnir mig í öðru og eitthvað aðeins minna í hinu hún er forkur þessi stelpa.

Katlan mín bað allt í einu um að fá að fara á koppinn einn morguninn og auðvitað fékk hún það, gerði ekkert í hann samt en fór samt á hann og það er afrek út af fyrir sig. Er byrjuð í kjölfarið á leikskólanum í koppaþjálfun og líka hér heima, fær límmiða á miða í hvert skipti sem hún fer á koppinn og svo kemur að því að eitthvað skilar sér í hann. Var nú samt virkilega úldin í morgun og harðneitaði að fara á hann sagðist vilja pissa í bleyjuna bara:) Er farin að reyna að stjórna og skal ég viðurkenna að henni gengur það mjög vel sérstaklega núna þegar mamman vill smá frið og eiginlega kaupir sér hann á köflum en það snýst við um leið og ég hressist:) 

Er að bíða eftir Hillu sys ætlum upp í Hrísó að skoða garn, vantar garn í háa sokka handa mér er svo mikil kuldaskræfa að ég verð að vera í hlýjum sokkum alltaf alla daga.

Best að fá sér einn viðbjóðs klaka og kíkja síðan í Hrísó

OFURsjúlli kveður með kökkinn í hálsinum 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ mæðgur!

 Eins gott að þessi kvöl og pína skili árangri Erna reyndar hlýtur það bara að gerast.

Gott hjá Brynju eins og vant er það er hvetjandi að komast í æfingahópinn hjá landsliðinu til lukku mað það.

Og Katla bara kát og hress spjallar og skemmtir sér.

Ragna (IP-tala skráð) 13.3.2010 kl. 14:36

2 identicon

ÞEtta fer alveg að hafast, svona það versta núna en svo fer þetta vonandi bara skánandi. En þú ferð nú kannski ekki strax í vinnu svona miðað við hvernig þú v arst í dag. En það getur margt gerst á einni viku. Takka kaffi túdey.

Hilla Pilla (IP-tala skráð) 14.3.2010 kl. 19:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband