15.3.2010 | 10:05
Hversu mikið á að drulla yfir okkur "litla fólkið"
Hvar endar þetta Ísland? Endum við ekki bara sem eign einhvers annars lands sem kemur til með að knésetja okkur algerlega niður í skítinn. Hvernig fer "litli maðurinn" að því að lifa eftir að kreppan skall á, sem sumir vilja meina að sé ekki kreppa!!!! Ég hafði það ágætt takk fyrir áður en "ekki" kreppan skall á en í dag má ég þakka fyrir að eiga fyrir mat fram í miðjan mánuð..og eftir það er maður að éta hina ótrúlegustu hluti og raka saman klinki fyrir mjólk og ávöxtum en það er auðvitað ekki kreppa.
Ekki var ég að fjárfesta mér í flatskjá eða öðru fyrir kreppu og ekki átti ég rándýr húsgögn eða rándýra bíla. Hvernig getur svo ríkisstjórnin haldið því fram að það séu einungis örfá % íslendinga sem eiga í verulegum vandræðum. Líklega er það vegna þess að hinir berjast við að borga skuldirnar sínar en eiga svo ekki fyrir salti í grautinn afganginn af mánuðinum, þannig að það kemur hvergi fram vegna þess að þeir ná að borga reikninga og vanskil því engin. Sá peningur sem ég fékk í arf eftir mömmu mína fór í útborgun á þessari íbúð og ég á þann pening ekki lengur því lánið hefur hækkað um þvísem næst þann pening þannig að...
Er að verða svo þreytt á þessu, ég persónulega myndi hafa það af ef ekkert óvænt kæmi uppá, bíll má ekki bila, börnin eða ég sjálf megum ekki þurfa til tannlæknis, enginn má veikjast eða þurfa til læknis, enginn má þurfa lyf, og helst má enginn þurfa föt. Þannig myndi ég ná að borga reikninga og eiga þá kannski fyrir mat út mánuðinn ef mjög vel væri haldið á spöðunum. Samt skulda ég ekki mikið miðað við marga, ég er með ágætis laun eða hefði verið með ágætis laun fyrir kreppu, matur hefur hækkað ja veit ekki hvað mikið en maður fer ekki í búð undir 5000 kalli, hrottalegt og reyni ég samt að elta tilboðin, bensínið eigum við að ræða það eitthvað. Ég er í vinnu sem krefst þess að ég sé á bíl svo ekki gæti ég skorið niður þar en ég keyri mjög lítið fyrir utan vinnu.
Svo spyr fólk mann hvernig gangi og maður segir bara eins og er, og í næstu setningu spyr sama fólk já og ætlarðu ekki að fara að fá þér nýtt sófasett eða nýtt sjónvarp. Getur fólk verið eitthvað vitlausara en þetta nei held ekki. Er bara komin með upp í kok. Er samt ekki að fiska einhverja vorkunn, þetta er bara svona hjá stórum hluta þjóðarinnar, það eru nokkrir sem voru búnir að koma sér upp heimili og skulduðu lítið og finna ekki þannig séð fyrir neinu og það er gott. ÉG vil sjá þá sem ollu þessu hengda á almannafæri og ef það gengur ekki ja þá allavega borga þetta til baka, það er að verða búið að setja okkur venjulega fólkið á hausinn og stendur ekki til að bjarga okkur neitt, sjálfsagt mál að fólk tapi því sem það hefur lagt ævivinnuna sína í og öllum stendur á sama nema hinu venjulega fólkinu.
Er foxill, spurning um að ræna banka. Ég var orðin svo leið á bankanum sem ég var í, var í greiðsluþjónustu þar og í henni voru tryggingarnar mínar, síðan kom að því að ég borgaði tryggingarnar sem var gott mal en þá vildu þeir að ég borgaði líka næsta ár, væri svo miklu betra fyrir mig að vera búin að því og ekki nóg með það heldur hækkuðu tryggingarnar um 45 þús á milli ára, ég sagði barasta nei ég ætlaði ekki að borga það líka, kæmi sér betur fyrir mig að borga það bara þegar þar að kæmi....það var allt orðið svona, þeir voru farnir að taka af reikningum hjá mér í tíma og ótíma án þess að ég gæfi leyfi fyrir því, eða að ég skuldaði þeim eitthvað. ÞAnnig að ég skipti um banka ákvað að gefa skít í þessa stóru banka og fór aftur í Sparisjóð Suður-þing sem var minn gamli banki. Þegar ég gerði það fór ég að fá reiðisímtöl frá þjónustufulltrúa mínum í hinum bankanum sem var með hótanir og leiðindi, þannig tækla þeir þetta.
Eg er fúl og hananú
OFURsjúlli kveður þegjandi
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Já sæll, eins og hrækt upp úr mínu koki, orðin sömuleiðis afar þreytt á þessu ástandi. Var að skrifa bréfið áðan, lagði spilin á borðið og svo er ða sjá hvort það breyti einhverju. Ég þoli ekki þetta ástand, svo er talað um að það séu tiltölulega fáir í þessum vandræðum, hvernig í ósköpunum vita þeir það?? Ef þú ferð í bankaránsleiðangur eða tekur riffilinn hans pabba að leita hefnda, hóaðu í mig, ég kem með. Ég á lambhúshettu
Hildur Hauksdottir (IP-tala skráð) 15.3.2010 kl. 12:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.