Þessi fínasti dagur....

Jæja þá er maður búinn að skila skattaskýrslunni fyrir mig og Brynju, magnað eftir að það er eiginlega allt fært bara inn á þetta þannig að maður fer bara yfir og sendir svo, snilldin ein:)

Snúðurinn stunginn af niður á Munka, hélt hann væri hættur þessu en svo er greinilega ekki, hugsa að Eyþór verði bara að eiga hann ef þetta á að ganga svona áfram, ég nenni ekki alltaf að vera að sækja hann enda er þetta jú köttur sem hún Rakel Ýr á ef ég man rétt. Þannig að ég sæki hann á eftir ef hálsinn leyfir og síðan verður bara að koma í ljós hvað verður, nenni ekki að standa í þessu rugli trekk í trekk.

Opnir dagar í Menntaskólanum núna og mikið af fyrirlestrum og einhverju skemmtilegu eins og að fara í fjallið og sund og fleira. Brynja mín ætlaði í sund í morgun og einhver vinur hennar að grípa hana með en auðvitað svaf vinurinn yfir sig þannig að mamman út á nærfötunum og með verkjapillurnar í hendinni og brunaði henni í laugina, ekki hægt að leggja það á sig að vakna eldsnemma og fara svo ekki neineiLoL Þannig að hún er búin flesta daga núna bara í kringum hádegið sem er flott.

Ákvað í gær að elda mér fullan pott af eðalsúpu með fullt af grænmeti og skinku og svona gúmmulaði, væri nú gott að eiga næstu daga. Er lengi að dunda við þetta sest svo niður og byrja að snæða en ljóskan ég kveikti ekki á perunni, ég er með opið sár í hálsi og þá borðar maður ekki karrýkryddaða og piparkryddaða súpu, sveið svo í hálsinn og runnu hér tárin úr augunum á mér, Hildur sys græddi eðalsúpu í kvöldmatinn í gær en ég sauð bara haug af hafragraut í staðinn og hann svínvirkaði...maður er jú ljóska á köflum..

Fallegt veður í dag, llggur í frostmarki sýnist mér, snilld enda ég ekkert á leið út:)

Pantaði loksins í Svínaflensusprautu fyrir dæturnar, fer á föstudag í hádeginu úff hvað mig kvíðir fyrir því, Kötlu er meinilla við lækna eða hjúkrunarfólk, Brynju líður yfir held ég því sem næst bara af því að sjá sprautu þannig að þetta verður virkilega spennandi dagur. Var búin að tvístíga þvílíkt mikið yfir því hvort ég ætti að fara með þær eða ekki, en held þetta sé það rétta eða ég vona það.

Best að halla sér aðeins inn í rúm og hvíla sig og lesa smávegis...

OFURsjúlli kveður allur í áttina 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Allir í flensusprautu ekki nokkur efi.

Ragna (IP-tala skráð) 17.3.2010 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband