Laugardagur til lukku vona það....

Merkilegt maður fer í hálskirtla/nefkirtlatöku og ég hef sjaldan eða aldrei verið eins stífluð í andlitinu eða með eins mikið kvef, iss og ég hélt að ég myndi losna við allt svoleiðis. Er þokkaleg í dag en það er að hreinsast upp úr sárum og það er ekki það yndislegasta en held það versta sé yfirstaðið, ógeðsleg aðgerð segi og skrifa fegin að vera búin með þennan pakka.

Fór með stelpurnar mínar í svínaflensusprautu í gær, gekk eins og í sögu, Katla svona volaði aðeins en Brynja stóð eins og stytta og fann ekki fyrir þessu, fann mest til með systur sinni held ég. Svo þegar við vorum komnar út í bíl og á leiðinni heim sagði Katla "Sirrý má aldrei koma við mig aftur, þetta var vont og ég var ekki hugrökk" hún var eiginlega bara reið. Svo tautaði hún um þetta alla leiðina heima, tókum plásturinn þegar inn var komið og málið dautt haha snillingur. Var sagt að hún gæti orðið lasin í gærkvöldi og jafnvel svona upp á morguninn og eins með Brynju en veit ekki hvernig Katla var þar sem hún fór til pabba síns í gær og verður fram á mánudag:) Brynja fann ekki fyrir neinu nema smá eymslum í handlegg sem er einmitt frekar algengt.

Katlan mín á afmæli á mánudaginn og ég ætla að bjóða familiunni í kaffi eftir leikskóla svona smotterí eitthvað bara. 3jára úff mikið líður þetta hratt ekki langt síðan að hún var í bumbunni og hét Marteinn haha.  Spurði hana í gær hvað hana langaði í og sama svarið og venjulega kom "lest" hún er núna alveg á fullu að leika sér með bíl eða þá í hárgreiðsluleik og segist heita Íris haha en hún heitir það sú sem klippir okkur alltaf.

Brynjan tognaði á æfingu í gær og sat hérna með klaka á ökklanum í mest allt gærkvöldi en vona að hún verði betri í dag. Dugleg þessi stelpa algjör hlaupagikkur og stingur alla af í því, hef svo sem hlaupið með henni þegar hún ætlaði að koma mömmu sinni í form eftir fæðinguna og ég hætti hjá henni hún var svo kröfuhörð og ég næstum dáin haha snilld:)

Fékk smá "miss you mom" kast hérna áðan veit ekki samt afhverju bara alveg upp úr þurru, sakna þess að hafa kellu ekki nærri mér og stelpunum, en svona er það bara. 

Er að dunda mér við að prjóna mér háa sokka með köðlum verða held ég mjög flottir en kann ekkert að gera svona en vona að þeir verði nothæfir, ja ég verð í þeim sama hvernig þeir verða.

Vöknuð snemma eða um kl 7 bara eins og venjulega og búin að sitja með kertaljós og hlusta á Bylgjuna og prjóna, drekka kaffi og úða í mig nammi:)

Elín sys kom í gær og færði mér svo fallegt páskablóm sem ég get svo sett hérna út á pall í sumar, er víst útiplanta þannig að það er verður flott á pallinum.

Ætla að fara að horfa á eins og eina mynd í tv

Eigið yndislegan dag gott fólk sem nennir að lesa hjá mér

OFURsjúlli kveður  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

kvitta fyrir "lesið" vonandi verður þessi dagur þér betri en mér.

Hildur (IP-tala skráð) 20.3.2010 kl. 10:45

2 identicon

Segi eins og Hildur "kvitt fyrir lesið". Alltaf gaman að lesa bloggið þitt og fylgjast með ykkur. Vonandi fer hálsinn að gefa sig með þessi leiðindi.

Kv Erla Björk

Erla Björk (IP-tala skráð) 20.3.2010 kl. 18:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband