Við dauðans dyr dramadrollan ég:)

Var að koma út frá skjólstæðingi þegar fer að sturtast blóð úr trýninu á mér, eins og skrúfað frá krana. Ég út í bíl, hringdi í Hildi og bað hana (öskraði í símann) að koma upp á Slysó. Keyrði þangað eins og geðsjúklingur og á meðan lak blóðið í fötin mín og snýtuklútana sem ég sem betur fer var með í vasanum og hafði vit á að ná í. Þurfti ekki að gefa upp nafn eða kt eða neitt bara í forgangi inn og Friðrik háls/nef strax kominn, og sogaði úr öllum götum sem hægt var og blæðingin stoppaði, var þarna í 40 mín ca en fór þá heim. Úff hvað ég var hrædd, þetta var ekki frá hálsi, og hann vissi eiginlega ekki hvaðan þetta kom en sagði mér að koma strax ef færi að blæða aftur :) En guð hvað þetta var vond meðferð í þessa stuttu stund. Vona að ekki komi meira...úff hrædd.is. Eins gott að þetta gerist ekki þegarg er ein heima með Kötlu eða eitthvað.... 

Katlan mín átti afmæli í gær og það var smá kaffiboð fyrir ættingjana. Katlan alveg á útopnu enda mjög þreytt í gærkvöldi. Fékk hárgreiðsludót frá okkur Brynju og núna s.s. er bara verið að greiða böngsum, dúkkum, fólki og köttum með hárblásara og skærum og krullujárni og hún skiptir alltaf um nafn þegar hún byrjar, hún heitir Íris þegar hún fer í þennan leik hahah. Bökuðum hello kittý köku handa henni og bleikar pönnsur frekar ógeðslegar en bragðgóðar engu að síður:)

Ætla að setja inn á morgun eða í kvöld nokkrar myndir af fallegu afmælisbarni og systur hennar:)

OFURsjúlli kveður pínu hræddur 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er aldrei nema nokkrum mínútum frá þér þessa dagana og þú mátt sko alveg öskra á mig, ég reyndar var farin að undirbúa að hafa mömmuhelgar fyrir Kötlu og spá hvort við Eyþór gætum deilt forræðinu en svo hjaðnaði það þegar ég sá hvað var að gerast, miðað við ljónsöskrið þá átti ég von á að hausinn væri af....*kabúmm*  Neinei þetta gerist ekki aftur og þú bara hringir og öskrar, líklega nóg að öskra því ég heyri það örugglega yfir ;) Náðist þessi skrýtni rauði litur úr fötunum annars? hehehehe sofðu rótt

Herra Hildur (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband