Lífið og tilveran

Í dag eru 2 ár síðan elskuleg mamma mín dó, erfiður dagur, margt sem rifjast upp í kringum þann tíma en sem betur fer þá hafa hlutirnir mildast einhvern veginn en söknuðurinn alltaf til staðar. Hugsa oft "ef hún hefði fengið rétta meðferð strax þá væri hún kannski enn hér" en svona hugsanir eru bara til að rífa mann niður en hugsa þetta samt sem áður. Ætlum upp í garð á eftir með einhver falleg blóm á leiðið hennar.

Var góður dagur í gær hjá okkur Kötlu í gær, fórum upp í Kjarnaskóg í þvílíkt flottu veðri með Hildi og dætrum með nesti og lékum okkur í næstum 3 klst, enda er ég með gríðarlega strengi, það tekur á að fara í aparóluna komin á þennan aldur haha en það var virkilega gaman og þreytt lítil stúlka sem kom heim og fór í balabað á pallinum í hitanum og steinsofnaði svo baraLoL 

Brynjan mín fór í grill til ömmu sinnar og afa og í sund með systur sinni en þau voru hér í tjaldvagni. Síðan var farið í reunion hitting með Glerárskólagenginu. Gaman að því hvað krakkarnir halda saman.

Ætlum að henda okkur í hjólatúr á eftir og kíkja í smá kaffisopa til afa á eftir.  Síðan bara að reyna að njóta dagsins og dreifa huganum smá.

Var að kanna verð á legsteinum og dúddamía við hefðum betur keypt stein í fyrra, sami steinn og í fyrra kostaði 175 þús kostar núna 220 þús, maður er alltaf að tapa en ég ætla að renna mér í Höfðakapellu og fá bæklinga á morgun.

Er komin í sumarfrí og er í því til 18 júlí jibbískippí vona bara að veður verði gott að hluta allavega, það byrjaði vel í gær og heldur vonandi áfram, allavega fékk ég smá lit í smettið í gær:)

Njótið dagsins og knúsist

OFURsjúlli kveður pínu dapur;( 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband