Helgarlúll

Ég er orðin gluggagægir á morgnana um helgar. Það er ekki eðlilega fyndið og ótrúlegt að ca kl 07-07.30 fer fólk að spýtast út úr blokkunum hérna, ýmist hálffullt eða þá bara svona djammsjúskað, allir með hausinn niður í bringu í von um að hitta engan sem það þekkir.  Hefur fengið sér lull einhversstaðar en alltaf þessi tími mér finnst það fyndnast. Sit hérna við eldhúsborðið mitt og ég er búin að sjá 4 síðan ég kom á fætur, forða sér á hlaupum eða hlaupa inn í leigubíl:) Gaman að þessu:)

Leikur hjá Brynju minni í dag með meistaraflokki kvenna, er í hóp og vonandi fær hún aðeins að spreyta sig. Ætla að fara að horfa, stefnir í annan eins dag í dag eins og í gær og hann var sko heitur. Mér líður frekar illa í miklum hita og ég var alveg búin á því í gær, fór bara að hlaupa ;) Ef sólin hefði verið hefði maður reynt að hanga úti i ró og spekt.

Langar í einhvern fjallgöngutúr í dag, er reyndar með hausverk frá hell núna, þannig að ég veit ekki hversu sniðugt það er en ætla að sjá til hvort þetta líði ekki út í dag.

Heimsótti Brynju í vinnuna í gær og henni tókst að selja mér skó, þeir eru reyndar algjörlega ógeðslega flottir eða mér finnst það, þarf að fara í að vinna upp dömugenið hjá mér, ekki alveg nógu mikið til af því hjá mér. Var meira að segja að panta mér pils..og ekki bara 1 heldur 2.. dúdderí

Reyndi að ráðast á randaflugubúið upp á eigin spýtur í gærkvöldi spurning hvort þær hafi drepist, hef ekki enn séð neina allavega á pallinum hjá mér. Komu svo mikið inn á pallinn hjá mér og allaleið inn og þar sem ég þoli ekki þessi kvikindi þá ákvað ég að prófa, en hringi annars í Hjalta meindýraeyði á morgun.

Katlan mín í Búðardal en kemur heim í dag ásamt, systur sinni og Ponntusi kærastanum hennar, Mási bró og Eyþór fóru vestur að kíkja á fugla. Svo verður Mási bró og Hilmar hér í viku þar sem Himmi er að fara í Arsenal skólann gaman að því;) En hlakka til morgundagsins að sækja litla gorminn minn á leikskólann jibbí skibbí:)

OFURsjúlli kveður svalur  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband