22.6.2010 | 14:05
Girðum okkur í brók og gerum það;)
Er svo ótrúlega montin af henni Kötlu minni núna, hún gerði samning við Brynju systur sína um að hætta með bleyju og stóð svona 100% við það, bara hætti á mánudaginn fyrir rúmri viku, kom 4 x slys fyrstu 2 dagana en svo bara ekkert, ekki einu sinni á nóttunni vill hún hafa bleyju;) Sýnir að þarna var hún bara algjörlega tilbúin...sparnaður upp á helling fyrir foreldrana;)
Brynjan mín er að vinna á fullu í Gallabuxnabúðinni er meira að segja möguleiki á því að hún sé að fá aðra vinnu líka þannig að allt að gerast kemur í ljós á morgun með það.
Ég er búin að vera með óþægindi í hálsi síðan ég fór í aðgerðina og dreif mig því til doksans sem aðgerðina gerði. Hann tróð einhverju vasaljósi inn í nefið og allaleið ofaní kok (mjög þægilegt) og var ekki lengi að greina vandamálið, var með randaflugu fasta í kokinu bwahahahah nei ég er með svona mikið bakflæði að tunguræturnar eru orðnar svo bólgnar og aftasti hluti tungu einnig. Setti mig á lyf í 6-8 vikur og ætlar að fá mig þá aftur og ef ekki orðið gott þá sendir hann mig í magaspeglun..vissi alveg að ég væri með magabólgur, er alltaf með sviða í maganum og borða endalaust kemur svolítið út eins og ég sé með hungurtilfinningu en ég er búin að vera svona síðan 2006 minnir mig þannig að Ég er bara aumingi alltaf eitthvað af mér, eitt er fixað þá kemur annað í ljós já ég er algjörlega gallað eintak....
Annars er ég kát bara, Katla mín fór á Holtakot í morgun og fer svo til pabba síns og verður til morguns. Ég ætla að slappa af og elda eitthvað sjúklega hollt í kvöld, kjúlla og sætar kartöflur í ofni, jáá nú er maður kominn á sérfæði og má helst ekki drekka kaffi (hmm ekki gott), gos( drekk það aldrei þannig..), safa eða brasaðan mat og ekki súra ávexti...þannig að nú er bara að girða sig í brók og haga sér eins og manneskja má drekka 4-6 bolla af kaffi á dag, miðað við það sem hann sagði minnka um helming sagði hann og þá er þetta nú ekkert;;)
Gott veður hér á Akureyrinni í dag, búin að kíkja á dalinn, ætla að fara að koma Hafliða til og jafnvel að rífa aðeins í járn (svona segja naglarnir sko og þýðir að lyfta lóðum) en þars sem ég er töffari þrátt fyrir þennan aldur þá ríf ég í járn og girði mig í brók...já sæll
OFURsjúlli kveður með pillurnar á kantinum
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.