3.7.2010 | 09:01
Mér finnst rigningin góð í hófi;)
Nú rignir mjög kærkominni rigningu hér á Akureyri, allur gróður var orðinn mjög þurr, en mér finnst nú einum of að það eigi að rigna út vikuna dúddamía hefði mátt vera svona minna í einu og jafnara. En þetta er í lagi, ætla að fara á eftir og kaupa mér vind/vatnshelda úlpu og buxur svo ég geti farið að chilla úti með barninu. Keypti handa henni svo gott sett um daginn frá Didriksson og ætla að fá mér þannig líka bara í öðrum lit;)
Katla er byrjuð í sumarfríi s.s. fyrsti dagur í dag og lífinu tekið með stakri ró, núna er verið að skeina dúkkuna og ræða það við hana að það gangi nú ekki að pissa svona á sig haha hún talar af reynslunni litla skinnið, svo stolt að vera hætt með bleyjuna og finnst núna bara svona "litlubarnalegt" að vera með þetta rusl:)
Brynja er að fara að vinna á eftir og fer síðan á Krókinn, var að vona að einhver væri á leið suður sem gæti leyft henni að sitja í en ég verð að bruna líklega með hana allavega á móti Sigga kemur í ljós í dag.
Ég er búin að vera rosalega dugleg að hreyfa mig og eiginlega er mér farið að líða illa ef ég kemst ekki út í göngu eða hlaupa á hverjum degi helst eða einhverja hreyfingu. Hef ekkert lést enda var það ekki tilgangurinn með þessu en ég hef styrkst alveg helling og kemst meira að segja í gallabuxurnar mínar sem ég hef ekki komist í heillllllllengi;) Gaman að því en manni líður líka svo vel andlega við að hreyfa sig.
Höfum verið duglegar mægður að fara í sund sl viku og ætlum að vera rosalega duglegar að fara núna í fríinu hennar Kötlu, Jónasarlaug á Þelamörk er í mestu uppáhaldi en Hrafnagilslaugin er snilld líka, temmilega margir í þeim og aðstaðan flott;) Katla er orðin mjög huguð og fer í kaf og hoppar oní alveg eins og hún hafi aldrei gert annað en hún var frekar vatnshrædd fyrst, enda svo sem ekki alltaf í sundi.
Fórum í Listigarðinn í gær og hann er eins og venjulega algjör paradís, sáum að andapollurinn hjá sundlauginni er líka kominn í fínt stand og endurnar mættar þannig að við erum búnar að safna okkur brauði og ætlum að farar að fóðra brabra kannski í dag. Síðan er stefnan tekin á sveitina og athuga hvort við finnum ekki einhvern sveitabæ til að skoða, hlýtur að vera einhversstaðar einhver sem býður upp á það hér í nágrenninu, annars má lengi chilla í fjörum og leita að skeljum og fleiru skemmtilegu. Kötlu finnst ekki mjög gaman að hanga í bíl þannig að ég ætla ekki að fara með hana í langar ferðir og allrasíst þar sem fjaran hefur jafn mikið aðdráttarafl og einhver fjara langt í burtu. Þannig að við ætlum að njóta fegurðar næsta nágrennis þetta sumarið. En stefni á að fara í bústað á Illugastöðum í haust með vonandi báðar stelpurnar mínar. Einnig er á plani stelpuferð með Sollu vinkonu í bústaðinn hennar í Öxarfirði í haust með börnin okkar og það verður frábært.
Þannig að best að fara að spjalla við litla barnið sem skeinir sem ótt sé og fara svo að troða sér í föt og bíða eftir að regngallabúðin opni, vona bara að þeir eigi enn settið sem ég mátaði í fyrradag það sé ekki allt orðið uppselt;) Þarf alltaf minn tíma til að vega og meta hvort maður hafi efni á, hvort þetta sé akkúrat það sem mig langar í, og fleira í þeim dúr, stekk mjög sjaldan á eitthvað um leið og ég sé það;)
OFURliði kveður í sumarskapi
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.