6.7.2010 | 23:08
Fríið alveg að verða búið
Mikil rigning sem kemur af himnum núna, englarnir s.s. bara hágrátandi alla daga greyin hvað ætli angri þá;) Skemmtum okkur konunglega í rigningunni við mæðgur eftir að ég fjárfesti mér í regn og vindheldu og mátti ekki milli sjá hvor okkar skemmti sér betur ég gamla konan eða litla barnið. Enda vorum við úti í næstum 4 tíma í beit og geri aðrir betur í mígandi rigningu;)
Hún var svo hjá pabba sínum í eina nótt og við Brynja nýttum gærkvöldið í 2ja tíma æfingaakstur sem gekk svona glimrandi vel enda hafði hún fengið góðar leiðbeiningar á króknum hjá Magga afa sínum sem fór með hana og æfði í einu og öðru og svo keyrði hún bíl pabba síns frá króknum sem henni fannst alls ekki leiðinlegt. Hún er orðin mjög örugg að keyra svo nú er bara verið að æfa atriði eins og að taka af stað í brekku og slíkt;) Gaman að því, fórum líka og keyptum blóm á leiðið hennar mömmu og fórum með þau í flottu veðri í gærkvöldi.
Eyddi deginum í að slaka á bara aðallega áður en litla genið mitt kæmi, enda alltaf stuð þegar hún er komin. Sólin fór að glenna sig um það leiti sem hún kom þannig að okkur fannst nú tilvalið að skreppa aðeins í fjöruna og bjuggum okkur bara í regnjakka og fórum af stað. Vorum rétt komnar í fjöruna þegar byrjaði að hellast af himnum ofan og við urðum hundblautar strax, en það var svo gaman og hlýtt þannig að við dunduðum okkur í fjörunni í hálftíma en þá urðum við að flýja þar sem var flóð og fórum og grýttum endurnar á pollinum með brauði, kvikindin voru bara ekkert svöng en brauðið fengu þær engu að síður. Vorum svo bara að chilla og slappa af eftir það.
Ætlum að gera ýmislegt á morgun, hemsækja afa, fara í göngutúr helst út í móa bara og sund enda þarf að hafa ofan af fyrir barninu í sumarfríinu:)
Ég fer að vinna viku fyrr en ég átti að gera þar sem það eru veikindi í vinnunni en verð bara að vinna 8-12 þannig að Brynja getur reddað Kötlu þá vikuna. Síðan tekur mín venjulega vinna við og þá verður Eyþór með hana fimm daga og ég svo helgina svissum alveg um. Verður eflaust einmanalegt hjá mér en gaman hjá þeim aftur á móti sem er flott. Ætla að vera dugleg að hreyfa mig og klára það sem ég á eftir að gera hérna á þeim tíma eins og að mála innréttingu eða restina af henni og stensla á hana eitthvað eða líma, veit ekki alveg. Síðan á ég eftir að mála eina umferð á rammann í kringum gatið í eldhúsinu og láta smíða hillu fyrir framan viftuna veit bara ekki alveg hvernig ég ætla að hafa hana, en þarf bara að láta saga hana fyrir mig þá get ég möndlað henni saman og látið hana upp, er nefnilega ótrúlega klár þegar ég tek mig til.
Annars er ég bara nokkuð sátt við friið mitt þó svo ég hafi ekkert farið nema bara hérna í nánasta nágrenni en maður getur ekki allt þannig að á meðan Katla er svona lítil og Brynja mín að vinna alla daga þá er þetta í lagi. Mér líður ágætlega með þetta allt saman en stefni á bústað í haust eða fyrir jólin á Illugastöðum gæti t.d.tekið jólakortadæmið þar;)
OFURsjúlli kveður í syngjandi sælu
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.