Gefum þeim sem okkur hafa allt kennt tíma....

Átti þvílíka gæðastund með honum pabba áðan, sátum hér í rúman klukkutíma og spjölluðum svo margt, margt var hann að segja mér sem ég ekki vissi, sumt sem ég vissi, og margt fleira. Ræddum lífið og dauðann eða m.ö.o allt á milli himins og jarðar. Þetta eru góðar stundir en gefast allt of sjaldan, það er svo gaman að heyra hann tala um hluti sem hann hafði svo mikla ástríðu fyrir og eins bara um mömmu og þeirra líf saman, ættingja sem ég vissi varla að ég ætti æi bara allt.

Maður á að njóta þessa og gefa fullorðnu fólki tækifæri á að eiga svona gæðastundir, því eldra fólki finnst mjög oft gaman að spjalla um gamla tíð og hvernig hlutir voru þá. Sumir spá mikið í dauðann sérstaklega þegar þeir fara að sjá á eftir vinum og ættingjum í gröfina þá er eins og lifni ljós og þeir átti sig á að jú þetta gæti verið maður sjálfur. Ekki að maður veit aldrei hvort sem maður er gamall eða ungur hvenær maður svífur yfir en eldra fólkið á svo sem frekar von á því heldur en við sem yngri erum.

Ég átti oft svona gæðasamræður við hana mömmu mína og finnst það yndislegt í dag að hafa rætt við hana og hlustað á hana tala um eitthvað sem gerðist þegar hún var ung eða um fólkið sitt og sínar pælingar í þá daga. Ég var líka óhrædd við að spyrja hana um ótrúlegustu hluti sem maður kannski ræðir ekki endilega yfir kaffibolla. En ég held að allir eigi að eiga svona gæðastundir með sínum því maður veit aldrei hvernig dagurinn á morgun verður.

Ég ætla að vona að ég eigi eftir að eiga margar svona gæðasamræður með pabba mínum því þetta eru stundir sem koma til með að ylja manni í hjartanu þegar fram líða stundir.

OFURsjúlli kveður þenkjandi 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband