19.7.2010 | 18:06
Ofvirk eða bara virk...;)
Dásamleg bók sem ég var að klára að lesa og heitir "Góða nótt yndið mitt", ég lagði hana ekki frá mér, enda held ég að Kötlu hafi ekki fundist ég neitt skemmtileg allavega gerði hún heiðarlega tilraun til að fela bókina í dúkkuvagninum sínum Er reyndar mjög sorgleg og ég endaði á því að gráta heil ósköp á lokasprettinum, mæli klárlega með henni.
Katla hjá pabba sínum og Brynja að keppa fyrir sunnan þannig að ég er ALEIN, búin að gera allt sem mér dettur í hug, þvo þvott, laga eitt ljós, ryksuga, versla og er núna að baka þrjú brauð og ein skúffukaka sem býður þess að detta inn í ofninn. Jahér og er meira að segja búin að hlaupa ca 5 km og spurningin er bara hvað á ég að gera næst..hmmm er að spá í að fara með bílinn hennar Brynju niður á Max1 og skilja hann þar eftir og láta þá skipta um olíu á morgun, fæ mér svo kannski í leiðinni góðan göngutúr þá verð ég kannski þreytt í kvöld. Svaf verulega illa sl. nótt er alltaf þannig fyrstu nóttina sem Katla er að heiman merkilegt.
Gott að vera komin á fullt ról í vinnunni, var meira að segja að taka að mér aukavinnu eina helgi, held ég verði rík af því en það er bara rugl það fer allt í 40% skatt og þá er maður að fá lítið fyrir sinn snúð en ég er allavega að gera eitthvað á meðan. Vildi að það dytti inn einhverjar aukakvöldvaktir núna þessa viku og næstu sem ég gæti tekið þar sem Katlan er hjá pabba sínum en það er frekar ólíklegt finnst mér;)
Best að fara að kanna hvernig brauðin mín þrjú hafa það
Adios
OFURliði kveður eldsprækur
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.