Ömmuást er góð ást;)

í dag hefði elsku mamman mín orðið 73 ára. Það eru 2 ár síðan hún dó og sorgin breyst í söknuð en það eru tveir dagar sem fylla mig alltaf sorg og það er dánardægrið hennar og afmælisdagurinn, þetta kemur til með að breytast þegar frá líður en svona er þetta bara. Ætla að fara upp í kirkjugarð í kvöld með kerti og blóm og smella á leiðið hjá henni svona í tilefni þessa dags og margra annarra daga;)

 Fann svo fallegt kvæði eftir Jóhannes úr Kötlum og læt það fylgja hér með og heitir:

Ömmuljóð

Lítill drengur lófa strýkur

létt um vota móðurkinn,

-augun spyrja eins og myrkvuð

ótta og grun í fyrsta sinn:

Hvar er amma,hvar er amma,

hún sem gaf mér brosið sitt

yndislega og alltaf skildi

ófullkomna hjalið mitt?

 

Lítill sveinn á leyndardómum

lífs og dauða kann ei skil: 

hann vill bara eins og áður

ömmu sinnar komast til,

hann vill fá að hjúfra sig að 

hennar brjósti sætt og rótt.

Amma er dáin- amma finnur

augasteininn sinn í nótt.

 

Lítill drengur leggst á koddann

- lokar sinni þreyttu brá,

uns í draumi er hann staddur

ömmu sinni góðu hjá.

Amma brosir- amma kyssir

undurblítt á kollinn hans.

Breiðist ást af öðrum heimi

yfir beð hins litla manns.

 

Ofursjúlli kveður 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband