24.7.2010 | 20:25
Mærudagar og allt að gerast
Stefndi á að fara á Mærudaga þetta árið en ætla að láta það bíða í eitt ár enn. Katla kom heim í gær seinnipartinn og fer aftur á sunnudag þannig að ég vildi bara eyða helginni í rólegheitum hér heima með henni, enda eins gott því hún fór í svo mikið og skemmtileg ferðalag með pabba sínum að hún er enn þreytt sýnist mér, vill bara kúra og slappa af, nennir ekki í einu sinni í göngutúr sem er mjög óvenjulegt;)
Ég er líka búin að vera óvenju slæm í maganum þrátt fyrir að vera búin að vera í 6 vikur á Pariet og á enn eftir 5 vikur, það er bara ekkert að gera. Þannig að ég fór að pæla og tók eftir því að ef ég borðaði nammi fékk ég í magann, ég fékk í magann ef ég borðaði pasta, og ég fékk í magann þegar ég borðaði gerbollurnar sem ég baka svo oft. Þannig að núna er ég viss um að ég er með gersveppaóþol og er því að taka út hjá mér allan hvítan sykur, allt hvítt hveiti og allt ger. En svo datt ég í nammi í gærkvöldi og dagurinn í dag er búinn að vera helvíti. En fékk mér áðan helling af fjallagrösum og ég er ekki ögn frá því að ég sé skárri. Núna ætla ég bara að baka allt sjálf og hananú. Vissuði að það er ger í kaffi...ekki hafði ég hugmynd um það en ég má drekka 2 bolla á dag án þess að það eigi að valda nokkrum usla...úff Hlakka samt til að fara í magaspeglun í byrjun sept svona til að fá úr þessu skorið hvað er í gangi. Vona bara að ég verði orðin góð;)
Brynja og Telma fóru á bílnum hennar Brynju á mærudaga í gærkvöldi og komu aftur í bæinn í dag svo Brynja gæti unnið og rétt duttu hér inn til að ná sér í nýjan fatnað og svo var brunað austur aftur, bara gaman að þessu.
Ég ætla að fara að svæfa hana Kötlu mína sem rétt heldur augunum hérna opnum við hliðina á mér greyið litla.
Ofurliði kveður úldinn
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.