Þrútin og hroðaleg en sæt engu að síður;)

Vikurnar hendast áfram bara eins og venjulega;) Sumarið alveg að verða búið eða þannig, fallegt veður upp á morguninn, fylltist reyndar allt af þoku hérna en það lagast nú þegar líður á morguninn.

Fékk taugaáfall í gærmorgun þegar var hringt í mig og ég spurð afhverju ég hefði ekki komið í vinnu á laugardagskvöldið eins og ég hefði átt að gera. Pældi ekki í því einu sinni að það gæti verið að ég ætti að vera að vinna, sá bara að ég átti að vinna fyrstu helginaí september en ekkert fyrr. Þannig að ég drullaðist í vinnuna í gærkvöldi;) Leiðinlegt að lenda í svona, bara eitt af því versta.

Er mikið betri í maganum í dag heldur en á laugardag, borða hafragraut með fjallagrösum alltaf á morgnana, enda fjallagrösin sögð hafa græðandi áhrif á slímhúð meltingarvegar, og ef ég hef greint mig rétt sem ég er eiginlega alveg viss um þá eru þau málið. Allavega þá hef ég alltaf verið eins og ég sé komin nokkra mánuði á leið, en eftir að ég tók út allt þetta hvíta og gerið þá allt í einu er ég bara að verða slimm já eða svona næstum því og ekki alveg eins mikil brunatilfinning í maganum. Núna er bara að vera duglegur í þessu og þetta er reyndar ekkert mál ef maður bakar bara sjálfur og pælir aðeins;) Bjó mér meira að segja til nammi úr kókos, döðlum, kakói og agave sírópi og það er bara gott, langar svo oft í einn bita á eftir matnum;) Annars hefur sykurlöngun ekki gert vart við sig og gerir kannski ekki á næstunni miðað við líðanina á laugardag úff.

Þarf að þrífa sameignina í dag þegar ég kem heim, ætllaði að gera það í gær en þurfti að vinna;) Katla fór með mér í vinnuna en fór svo til pabba síns í hans vinnu alger dúlla þetta barn okkar. Svo meðfærileg eitthvað og góð, sakna hennar voða mikið enda svaf ég ekki nema 4 tíma í nótt úff, verð farin að sofa sæmilega á fimmtudaginn en hún kemur heim á föstudag haha.

Best að fara að taka sig til í vinnuna

OFurliði kveður slim 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband