6.9.2010 | 07:36
Lífið
Var að vinna tvöfalt um helgina en skaust á laugardag á milli vakta á Fræðsluþing MND félagsins í Oddfellow húsinu. Þetta var stórkostlegt svo ekki sé meira sagt, maður var vakinn til umhugsunar um ýmislegt. Guðjón formaður MND félagsins er vægt til orða tekið ótrúlegur maður ég get eiginlega ekki lýst því neitt meira, fólk verður að sjá hann og hitta til að skilja mig. MND félagið afhenti heimahjúkrun svo að gjöf hjálpartæki sem eru auðveld í flutningum bara frábært. Frábær dagur að öllu leyti.
Ég var ein heima um helgina, Katla var hjá pabba sínum og Brynja var að keppa í borg óttans. Töpuðu 1-0 á móti Breiðablik en unnu Aftureldingu 7-2 (held það hafi verið eldingin) Bara flott hjá þeim. Enda svo sem hefði bara ekkert verið gaman að vera heima um helgina, kom ekkert heim allan laugardaginn, og rétt kom heim til að sofa smá á sunnudaginn;) Enda stungu báðir kettirnir af, Snúður fór niður í Munka var samt voða feginn þegar ég sótti hanní gærkvöldi en Róni fer sínar eigin leiðir og er kominn og farinn aftur;)
Ég er búin að vera arfaslæm í maganum núna sl daga. Enda borðað hveiti og sykur svo ég er asni og má vera slæm í bamba. Tek mig á núna og reyni að gera mig aftur góða eins og ég var að verða, getur tekið allt upp í 4 vikur þegar maður svindlar svona;( En þegar maður er á svona fræðslu þá borðar maður bara það sem er á boðstólum og það var súpa og brauð::)
Búin að sofa ferlega illa sl 4 nætur, kannski bara afþví að Katla mín er að heiman hmm veit ekki. Fæ svo 4ra daga helgarfrí um næstu helgi og er að fara í breytingu á föstudagsmorgun, ætla að prófa að fara á hárkompuna til hans Hemma og láta hann gera algjöra breytingu á hausnum á mér eitthvað svaðalegt;) En ég á enn hana Írisi mína á Design bara svo mikið að gera hjá stelpunni;) Katla getur ekki beðið eftir að fara til hennar alltaf að tala um hjartað sem hún fléttar alltaf í hana snillingur, enda er að koma tími á litla barnið.
Best að fara að drullast í vinnuna, ætla að taka Hafliða í rassgatið í hádeginu ef ég hef tíma
YFIRliði kveður sætur að vanda
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.