13.9.2010 | 09:29
Jákvæðni framleiðir ekki peninga er búin að reyna það ;(
Ég ætla að vera hrikalega neikvæð svona í upphafi allavega. Ég er komin með svo yfir mig nóg af þessu ástandi hér á Íslandi. Hvað er verið að gera til að bjarga fólki, er ekki að segja að auðvitað á fólk að borga skuldirnar sínar, en hvernig á fólk að gera það!!!!!
Ég er ein með tvö börn á framfæri, ég bý ekki í neinu sloti heldur keypti 80fm rúmlega blokkaríbúð, ég þarf að borga jafnmikið af minni íbúð eins og hjón sem þó hafa helmingi meiri tekjur. Ég fæ reyndar meðlag sem á að dekka helming útgjalda á móti mér (sem það gerir ekki allavega ekki með ungling sem er í menntaskóla) sem reyndar þýðir að ég hjálpa henni lítið sem ekkert. Ég fæ barnabætur á 3ja mánaða fresti sem við getum deilt niður og þá eru það um 30 þús á mánuði samt á ég að borga það sama og hjón eru að borga fyrir sína blokkaríbúð.. Hvar er einhverja hjálp að finna...hvergi sýnist mér ef maður borgar ekki sína reikninga (getur það ekki) eru bréf frá lögfræðingum farin að detta inn um lúguna, þá þarf maður að semja og auðvitað vill fólk yfirleitt semja en hvernig á það að geta borgað þegar allt hækkar. Evran lækkar en samt hækka t.d. föt. Það er hátíð ef maður kaupir ný föt á litla barnið því bara að kaupa einn jogginggalla kostar á bilinu 5-8 þús, að fara til tannlæknis kostar aldrei minna en 18 þús bara skoðun þó svo að ekkert hafi verið gert, svo maður tali nú ekki um ef eitthvað bilar á heimilinu eða bíllinn þetta er nottlega bara djók.
Ég kem ekki til með að skilja hvernig maður á að merja þetta, ég hugsaði þegar hrunið varð að ok eftir 3 ár yrði þetta ögn kannski farið að skána, tekur auðvitað lengri tíma enda segi ég skána. En nei núna 2 árum rúmum eftir hrun þá er hvað EKKERT að skána. Og það sem meira er að maður getur ekkert annað gert en að sætta sig við þetta, hvað er búið að vera mikið af mótmælum og fleiru slíku en það er ekki hlustað.
Ég t.d. hef ekki hugmynd um hvert ég ætti að leita í fjármálavanda, og ef ég er í fjármálavanda þá verð ég að bíða þar til vandinn er orðinn svo stór því það er ekkert gert fyrr en þú ert komin í meiriháttar vanskil, ég er komin í vanskil með eitt húsnæðislán, sem þýðir að ég verð alltaf mánuði á eftir, ég á núna t.d. 8 þús fyrir mat og bensíni út mánuðinn hvernig á það að fúnkera uuuu ekki grun. Ég get ekki endalaust beðið kall föður um hjálp ég veit ekki hvenær ég get borgað honum og ég vil ekki biðja um hjálp frá honum enda var það ekki hann sem kom mér í þetta. Ég er reið, neikvæð og örg í dag út af þessu öllu. Mann langar að gera eitthvað fyrir börnin sín en maður getur það ekki, það er alveg sama hvað fólk segir oft "hvað það er hægt að gera margt sem kostar ekki peninga" ok lautarferð (kostar peninga þú vilt hafa nesti" sundferð (kostar sko alveg peninga 480 kr fyrir mig i´sund) ofl ofl. Það kostar allt orðið svo mikla peninga.
Ég er búin að reyna að vera svo jákvæð undanfarið en það skilar mér engum peningum, þó ég vildi reyna að vinna meira þá er enga vinnu að hafa, ég er í 90% vinnu og það er ekki að duga. Ég er komin með nóg, Brynja segist ætla að búa erlendis eftir menntó, kannski fer ég bara líka hver veit því klárlega verður ástandið ekki orðið betra hér eftir 3 ár og ég þá orðin eignalaus og búin að tapa því litla sem ég átti.
Ég ætla að reyna að halda haus enda á maður ekki að láta börnin sín finna svona áhyggjur alls ekki því það dregur þau bara niður, þau verða alltaf í forgangi svo mikið er víst og upp að eins miklu leyti og ég get haft þau í forgangi.
Ég gef skít í ríkisstjórnina og þó sérstaklega þessa helvítis aumingja sem komu okkur í þetta hvað sem þeir heita......
Yfirliði kveður sorgmæddur yfir því að það er verið að drepa litla manninn á Íslandi
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Einu skilaboðin sem ég á fyrir þig,er sjálfur á hinum endanum skilinn að borga með 2 sem ég get ekki einusinni gert grein fyrir á skattaskýslunni?
Og það er að koma sér héðan burt strax,hættu að borga og safnaðu öllu á meðan þú getur,hér er engin von lengur það er alveg ljóst.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 13.9.2010 kl. 13:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.