Snjókorn falla

Var að detta inn af námskeiði sem var haldið á FSA um geðsjúkdóma og þjálfun geðsjúkra svo eitthvað sé nefnt af því sem rætt var um. Mjög spennandi allt sem geðinu viðkemur, en held að ef ég færi í háskólanám þá myndi ég nú frekar læra sjúkraþjálfun..spennandi fag. Vorum 25 vaskar kellingar;)

Miklar vangaveltur búnar að vera hjá mér, búin að kryfja mig til mergjar og það tók nú langan tíma, en það sem eitt sinn er farið kemur ekki aftur, allavega ekki sjálfgefið þannig er það bara. Maður þarf að læra af mistökunum og ég ætla að gera það, hef því tekið þá ákvörðun að gerast nunna, ekki það að ég er búin að vera nunna núna í nokkuð langan tíma haha;)

Katlan mín er hjá pabba sínum núna á meðan ég þvælist í námskeiðum, en svo er ég í fríi á föstudaginn og ætla að leyfa henni að vera það líka;) Knusumst og klessumst þegar ég verð búin að ná í hana til Eyþórs.

Brynjan mín ætlar að vera á króknum um jólin og Katla í Munkanum þannig að ég bað um að fá að vinna á aðfangadagskvöld og jóladagsmorgun, og var því snarlega tekið;) Dett svo einhversstaðar inn og úða í mig á milli vitjana ekki að það verði nú erfitt geri ég ráð fyrir. Annars breytir það mig engu, fer svo heim og opna pakkana mína þegar ég er búin að vinna það verður nú aldeilis gaman;) Hef svo sem gert það áður og ekkert það skemmtilegasta í heimi og verður ekki það auðveldasta en hugsa bara sem svo að næstu jól verða betri þá verða þær báðar hjá mér jibbí cola:)

Ætla að fá mér meira kakó mmmmmreyndar ekkert spes í maga en so mér verður þá bara illt

YFIRliði kveður  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert hérmeð boðin í rjúpur ef þær fást, og kemur með pakkana þína og við höldum lítil gleðileg jól eftir kl 22 , kemur og borðar kl 17 og höfum það bara gott :) Maður á ekki að vera einn á jólunum ef maður kemst hjá því, langar ekki að prófa það aftur :/

Skúbbídú

H

Hildur Pildur (IP-tala skráð) 22.10.2010 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband