Prjóni prjón og fleira

Þetta er nú alls ekki líkt mér blaðurskjóðunni að láta líða svona langt á milli færsla hjá mér, but shit happens.

Allir að tapa sér yfir kosningum í dag, ég tapaði mér ekkert, fór bara og kaus fimm einstaklinga sem mér fannst að ættu klárlega heima í þessu þingi og er sátt, þurfti ekkert að bíða og tók mig heila 5 mínútur að gera þettaLoL

Merkilegt hvað atburðir eiga það til að hrúgast allir á sama dag og merkilegt nokk þá vinn ég sjöttu hverja helgi og einmitt þessa helgi var bara allt að gerast hjá litla barninu mínu, föndur á leikskólanum, fyrstu tónleikarnir hennar og ég missti af þeim, gæti grátið. Maður á ekki að missa af tónleikum hjá börnunum sínum bara ALLS EKKI. Pabbi hennar fór og ég hélt að ég næði að klára vitjanir fyrir kl 11 en sama hvað ég remdist var ég ekki búin fyrr en rétt fyrir kl 12 þannig að ég missti af þeim. Er með hnút í hjartanu yfir þessu og finnst mér ég hafa svo klikkað sem foreldri en þetta skal aldrei koma fyrir aftur, frekar segi ég upp í vinnunni.

Er að fara aftur að vinna í kvöld og finnst það fínt bara. Elska allt þetta gamla fólk sem tekur manni yfirleitt opnum örmum og er svo indælt hver með sín vandamál, hvort sem það er gleymska, einmanaleiki eða alvarleg veikindi.

Jólin styttast og erum við mæðgur búnar að setja seríur upp um alla veggi og svo um mánaðarmótin er bara að drífa jólagjafir af og fíla svo desember eins og hægt er. Stelpurnar verða fjarri góðu gamni og ég að vinna en ég valdi það og þýðir ekkert að væla það. Verður bara ljúft að kíkja á veika fólkið mitt á þessum hátíðardögum;)

Brynja mín stendur sig eins og hetja í akstrinum og hendist um allt og klikkar ekki, búin að keyra til Grenivíkur í hundleiðinlegu veðri og gekk svo fínt, verða að fá að keyra við allar aðstæður þannig æfast þau best, varkár stelpan. Gengur líka vel í skólanum og fær endalausar fínar einkunnir sem maður er auðvitað alltaf í skýjunum yfir, enda kostar það líka mikinn lestur og lærdóm og hún ætlar að standa sig og gerir það. Ótrúlega heppin með þennan fallega ungling minn.

Katla mín fær hvert hólið á fætur öðru á Holtakoti, þær segja að hún sé svo athugul og fróðleiksfús verður líklega lítill prófessor. Má hvergi aumt sjá þessi elska þá finnur hún til í hjartanu eins og hún segir haha;)Elskar kisurnar sínar og breiðir teppi yfir þær, knúsar þær eftir helgarnar hjá pabba sínum og hvíslar að þeim "ohhh ég hef saknað ykkar" svo mikið krútt. Dugleg og góð stelpa. Var svolítið reið við mömmu sína um síðustu helgi því hún spurði mig hvort hún mætti eiga Sveinbjörn en það er lítill strákur Holtakoti, skildi ekkert í því að mamman skyldi neita...enda efst í huga hennar að fá lítinn bróður ekki systir bara bróður;)

Prjónaverkefni okkar systra gengur skafið og hefur safnast alveg hellingur handa mæðrastyrksnefnd sem er vel því þörfin er mikil og manni finnst napurt þegar maður heyrir fólk á besti aldri hvæsa að það sé engin fátækt á Akureyri...held að fólk ætti aðeins að kynna sér málin áður en það alhæfir svona vitleysu. Búin sjálf að prjóna tvenna sokka, tvenna vettlinga og 5 eyrnabönd sem er nokkuð gott bara. Er núna dottin í að hekla bjöllur en er alls ekki nógu góð í því en maður reynir eftir bestu getu;)

Best að hekla smávegis eða bara loka augunum;)

YFIRliði kveður  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband