10.1.2011 | 08:45
Neikvæð.is
Gleðilegt ár segir maður víst í svona fyrstu færslu ársins. Svo sem ekki gleðilegt hjá mér þar sem ég hef ekki getað mætt í vinnu einn einasta dag á þessu nýja ári. Maginn eða hvað sem að mér er er að ganga frá mér, og allt gengur svo hægt, verið að prófa þetta og prófa hitt en ekkert virkar. Ég er svo hrædd við svona þegar gengur illa að finna út hvað er. En á að hitta doksa á morgun og ætla svo að fara að vinna á miðvikudag verð bara að harka af mér eins og ég er búin að gera í marga mánuði þar á undan. Úff finnst svo ömurlegt allt eitthvað núna...
Held að árið 2011 verði ekkert sérstakt ár fyrir mig, spurning um gjaldþrot og fleira ef allt á að halda áfram að hækka, hvernig á maður að standa undir svona rugli. Ég verð döpur þegar ég hugsa til þessa að það er eiginlega verið að taka okkur af lífi hægt og rólega. Maður verður kvíðinn, strekktur og ómöglegur þegar maður hefur stöðugt áhyggjur af því hvernig maður eigi að hafa næstu viku af, hvort maður eigi fyrir mat og svona en svona eru öll lífsins gæði á Íslandi í dag.
Svo á að svifta mann þeirri gleði að horfa á HM í handbolta og það af fyrirtæki sem er í eigu þeirra sem komu okkur á hausinn, þeir ætla að hafa allt af manni meira að segja andlega skemmtun líka issss held þeir ættu að sjá sóma sinn í því að hafa þetta bara í opinni dagskrá, þó ég glöð vildi þá á ég ekki pening til að kaupa áskrift vil frekar kaupa mat eða bensín fyrir þann pening heldur en að fjárfesta í þessari glæpastöð...en handboltann vil ég sjá og ætla að reyna að sjá hann með stækkunargleri í tölvunni á lol.is
Brynja mín hamast við að læra undir próf og búin að vera mjög dugleg, er að fara í stærðfræði kl 13 í dag og ég efast ekki um að henni kemur til með að ganga vel hún er svo samviskusöm.
Katla mín kemur í dag og ég get ekki beðið því ég sakna hennar stjórnlaust þegar hún er hjá pabba sínum þó svo að henni líði ljómandi vel hjá honum, Rakel var að fara út í gær og Katla skildi ekki alveg hvað væri að gerast en grét litla skinnið þegar hún áttaði sig á því að hún kæmi ekki aftur út úr flugvélinni..það er erfitt að eiga systir svona langt í burtu enda Rakel í miklu uppáhaldi hjá henni.
Best að fara að finna mér einhverjar heilsuuppskriftir af einhverju til að borða en skiptir svo sem ekki máli hvað ég ét, býst við að gera eins og gamla fólkið fara bara á build up eða einhverja næringadrykki ekki að ég sé að hrynja niður úr hor hahahahah alls ekki en maður verður ferlega þreklaus þegar maður hefur ekki lyst eða réttara sagt þorir ekki að borða því maður veit að sstuttu eftir mat verður maður fárveikur í maganum;(
Ofurliði kveður lítill
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.