Lífið er gott að flestu leyti;)

Fallegt veður í kvöld hér á Eyrinni, fengum okkur göngutúr við hinar fjórar fræknu s.s., Hildur, ég, Rósa og Solla og það var bara frábært, norðurljósin og stjörnubjart og 5 stiga frost. Gaman að því og verður vonandi framhald á. Næst er að finna tíma fyrir systrakvöld.

Brynja mín fékk að halda hérna partý með 6 vinkonum, bara gaman hjá þeim heyrðist mér, en mamman var reyndar um hálftíma að skúra gólf og vaska upp á eftir, var maður ekki bara svona sjálfur, minnir það;) Brynjan mín er nú yfirleitt málglöð og það get ég sagt að ekki minnkar það við að fá sér aðeins í glas;) Fyndið...

Frábær útsala sem ég lenti á í Piers þvílík útsala svona eiga þær að vera, 60% afsláttur og svo 20% aukaafsláttur síðustu dagana, fór og keypti mér 2 flotta púða, room spray og handáburð fyrir 2000 kr bara kúl. Ætla aftur á morgun bara til að skoða. Keypti mér líka skó í leiðinni í Focus enda ekki vanþörf á þar sem allir voru orðnir ónýtir þannig að núna á ég geggjað góða skó, er að reyna að eyða inneigninni sem pabbi gamli gaf mér í jólagjöf karlinn og á enn eftir þrátt fyrir Focus og Piers;)

Núna fara námskeiðin að byrja hjá mér, fyrsta í febrúar svo tvö í mars og svo eitt í apríl og þá næ ég smá launahækkun sem ekki veitir af á meðan allt hækkar, mjólkin hækkar, bensin hækkar og bara hreinlega allt, fer að skeina mig bráðum á greinum bara.

Katla litla er hjá pabba sínum og fór Brynja í dag og hann var að taka myndir af þeim saman en ég á enga svona virkilega góða af þeim saman, ætla svo að henda á striga eins og einni af þeim og helst henni Rakel minni líka, gaman að hafa myndir af fallegu börnunum upp um alla veggi;)

Best að fara að sofa þar sem ég vakna alltaf eldsnemma, þó svo að ég efist um að ég nái að sofna fyrr en ég heyri unglinginn staulast inn til sín. Ungamamma er svona alltaf held ég, man að mamma sagðist aldrei hafa getað sofnað almennilega fyrr en hún heyrði að ég var komin heim, aumingja hún því hún hefur átt þá margar andvökunætur mín vegna, ef ég aðeins hefði vitað það.

OFURliði kveður... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband