Endalaus veikindi úff ekki byrjar árið vel...

Komin með nóg af læknum og þeir eflaust af mér. Búin að vera hjá Nick sem sendir mig í ristilspeglun 2 mars, hann sendi mig líka til Ragnheiðar kvensjúkdóma sem náði að framkalla hjá mér verulega verki og sendir mig í CT í byrjun næstu viku og ekki nóg með það þá tókst mér að fá sýkingu í fingur og þurfti að fá sýklalyf til að vinna bug á þeirri óværu, var búin að reyna að láta þetta bara lagast en það gekk bara ekki. Vona svo að þessu fari að linna, og að niðurstaða komi í það afhverju ég fæ þessa verki.

Brynja mín er með lausan liðþófa í kjálka eftir íþróttasamstuð og búin að vera að reyna að þjálfa það upp í heilt ár, en svo versnaði það aftur og núna þarf hún einhvern góm og vesen til að reyna að laga það og kostar það tæp 100 þús, reyndar greiðir Sjúkratryggingar eitthvað smotterí tilbaka en svona er þetta bara.

Katla mín er sú eina sem er uppistandandi og ekkert að, og er það svo gott. Alltaf hress og kát þessi elska, finnur samt um leið og mamma hennar verður eitthvað ómögleg og mætt með læknatöskuna og farin að reyna að koma kellu í stand, þetta er óþolandi ástand ég meina það. Mér líður eins og aumingja að geta ekki farið og hreyft og mig og svona en eins og ég segi vona bara innilega að það fari að komast niðurstaða í málið og þeir finni hvað þetta er og geti læknað það. MAður er alltaf pínu hræddur þegar illa gengur að finna út úr hlutunum og gerir bara ráð fyrir því versta þó svo engin ástæða sé kannski til en þannig er það bara.

Er að vinna dobblað um næstu helgi og svo er ég hætt að dobbla mig og verð bara á 6ju hverri helgi á kvöldvöktum og svo mínum dagvöktum og verður það snilld því ég er alveg sprungin á því að vera tvöfalt.

Vorum með smá þorrahlaðborð hérna við systur og pabbi og dæturnar. Smá er kannski ekki rétta orðið því það var eins og við yrðum 15 en ekki 3 fullorðin svo mikill var maturinn. En við deildum þessu bara niður og er ég búin að éta hrísgrjónagraut og sviðasultu og punga og slátur og síld og rúgbrauð og og og í marga daga;) En þetta er svo gott. litlu stelpurnar borðuðu bara hangikjöt að mestu fannst hitt eitthvað lítið spennandi, Brynjan míin var reyndar að vinna í Hamri en fékk sér þegar hún kom heim.

Ætla að fara að horfa á Latabæ með litla geninu mínu og knúsa hana í tætlur, sú stóra er að búa sig á æfingu þannig að við verðum bara tvær hér heima

Yfirliði kveður ekkert mjög kátur 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband